Færsluflokkur: Bloggar

Afsökunarbeiðni

Undanfarið hef ég verið hálf slappur að blogga, ástæðan er sú að margir hafa hringt og skammað mig fyrir dónaskap og meira að segja hefur maður hringt og haft í hótunum við mig.  Ég vill því fá að biðja alla sem ég hef sært afsökunar og hef ákveðið snúa við blaðinu.  Hér eftir ætla ég að reyna að hafa skrif mín menningar tengd og kannski með örlitlu heimsborgara ívafi.

 

Þessi mynd að neðan er frá Frakklandi, nánar tiltekið Toulouse. En brúin sem á myndinni er heitir pointneuf og er hún ógleymanleg öllum þeim sem yfir hana fara. Um brú þessa skrifaði Franska nýlistaskáldið Gilles Grimandi tímamótaljóðið "Samedi" sem breytti sjálfsmynd Frakka svo um munaði og varð svo seinna upphafið að Frönsku byltingunni. 

En hér er mynd af brúnni   image001 (2)

Næst mun ég taka fyrir Skakka turninn í Pisa og fara vel yfir Florens-hérað á Ítalíu. 


Skúbb

 

Héf aldrei skúbbað áður og er nett stressaður........ en rétt í þessu var Kristján Möller Samgönguráðherra að ráða Róbert Marshall sem aðstoðarmann.  Þetta var handsalað á Sandskeiðinu en þeir voru saman í bíl á leið á Selfoss, nánar tiltekið í Inghól þar sem Samfylkingin var með félagsfund.  Um 80 manns voru á fundinum þar sem Björgvin G. viðskiptaráðherra og Kristján Möller samgönguráðherra héldu erindi og svöruðu spurningum fundarmanna.

Þetta er helv.... gott þegar ég les þetta yfir...........kannski lítur það ekki myndrænt vel út að samgönguráðherra hafi verið með aðra hönd á stýri. En samt töff skúbb. 


ljón háloftanna

 

Mikið ofsalega er nú alltaf fallegt gargið í hettumávinum (Larus ridibundus), hann er sá fugl sem fær mig til að gleyma öllum heimsins áhyggjum og fyllir mig af trú á sköpunarverkið.  Ég hef frá því ég var barn alltaf fundist hettumáfurinn fugla fegurstur, hann hefur með réttu alltaf verið kallaður ljón háloftanna.  Ég get setið endalaust og dáðst af fegurð hans og flugfimi.  Mér finnst að hettumávurinn ætti að fá lágmarks mannréttindi, þó ekki væri nema bara útaf því hann borðar franskar eins og við.  Á mínu heimili eru bara myndir af hettumávum, það er fyrst og fremst trygglyndi hans við land og þjóð sem fær mig til að hengja upp fleiri og fleiri myndir.  Hann er hér allt árið, hann fer ekkert eins og hinir fuglannir.  Svo hef ég aðeins verið að rannsaka orðatiltæki manna og þar skín svo í gegn hvað mávurinn á mikið í okkur íslendingum.  Allir kannast við þegar einhverjum líkar vel við einhvern þá á hann það til að segja t.d. “þetta er Gunnar mávur minn” og jafnvel “hva....eru við nú orðnir kviðmávar?”    

Fréttaskýring nr 5

 

Held það sé rétt munað hjá mér, eftir vetur setu í Lapplandi að Finnar beri fram ö-ið sitt eins og íslendingar bera fram ú-ið sitt.  Þess vegna er það lélegt að tapa fyrir þessum gaur, ef þið hafið verið að spá í hver fréttin væri í þessari frétt.


mbl.is Finnskur rithöfundur fékk Glerlykilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ábyrgir starfsmenn

PICT0076PICT0078PICT0080

Já þeir voru forsjálir starfsmenn Árborgar, þegar þeir tóku upp á sitt eins dæmi að fjarlægja alla ljósastaura og aðra aðskotahluti af götum Selfossbæjar í dag.  Tilefnið var afturheimt ökuskyrteini Eyþórs Arnalds.

 Á meðfylgjandi myndum er hægt að sjá ör eftir ljósastaura á hringtorginu við brúna og svo varanlegan felustað þeirra, sem starfsmaður Árborgar bað mig um að gefa alls ekki upp, að ótta við að yfir þá yrði keyrt.

 

 


erfitt að meta út frá einu óhappi

 

Ég man þegar ég var fjögurra ára þá hugsaði ég.......... fyrst mamma má keyra bíl, þá er sanngjarnt að ég fái líka að keyra.  Ég var fimm ára þegar ég krafðist þess að fá bílpróf, fyrst konur fengu bílpróf.  Er nokkuð viss um að þessi strákur var í einhverskonar svona pælingum.  Einhverstaðar verður réttindabaráttan að byrja og ég styð hann.


mbl.is Fjögurra ára ökumaður ók á tvo bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðsögn út í lífið.

 

Ég er nú bara eins og aðrir íslendingar með það, að ég hef óskaplega gaman að ljóðum og vísum.  Allur kveð-skapur er mér að skapi ef svo mætti komast að orði.  Frá því ég var ungur strákur hefur kveðskapur alltaf verið mitt helsta áhugamál og má með réttu segja að vísur, ljóð, kvæði og limbrur hafi mótað mitt líf.  Alltaf kemur kveðskapur mér jafn mikið á óvart og nær undantekningalaust hlæ ég dátt við að heyra nýtt kvæði.  

Eitt form á kveðskap hefur þó verið eins og rauður þráður í gegnum mitt líf, en það eru úrfellingakvæði og hef ég lagt nokkur slík á minnið.  Gríp ég ávalt og ber þau fyrir mig ef erfiðar aðstæður koma upp í mínu lífi og er það með ólíkindum hvað fólk hrífst með þeim sem kvæði kunna.

Uppáhalds úrfellingarkvæði mitt er Úllen dúlen doff og er það svona: Úllen dúllen doff, kikki lani koff, koffi lani, bikki bani, úllen dúllen doff.

Svo ég nefni nú dæmi, máli mínu til stuðnings.  Þá fór ég í bíó um daginn og þegar röðin var komin að mér að kaupa bíómiða kom smá fát á mig.......en þá greip ég í uppáhalds úrfellingarkvæðið mitt og tók þá á móti mér fliss, rjóðar kinnar og hugfangin glampi í augum afgreiðslustúlkunnar.  Þannig að ég skora á ykkur að leggja þetta úrfellingarkvæði á minnið og hafa til að grípa í.

 


uppgjör

Ég var alveg búinn á sunnudeginum eftir kosningar og get rétt ímyndað mér hvernig frambjóðendur hafi haft það.  Ég var svo þreyttur er ég lá í sófanum í hálfgerðu móki.  Ég rankaði aðeins við mér þegar ég horfði á Kastljós og sá Jón Sigurðsson syngja............ Það fer Jóni einstaklega illa að vera undir þeirri pressu sem kosningabarátta ber með sér, en ég væri til í að gefa helvíti mikið fyrir að fá að horfa á Jón horfa á sjálfan sig syngja í þessum kastljósþætti. 

  

Það er reyndar með ólíkindum að Jón og Framsóknarflokkurinn hafi ekki séð að þeir eru óstarfshæfir í ríkisstjórn.  Framsókn tappaði mjög illa í kosningunum og Geir af góðmennsku sinni, henti þeim ekki burt strax.  Geir hélt að Jón kæmist að þeirri niðurstöðu að dagar þessara stjórnar væri taldir.  Það hefði því verið óþarfi hjá Jóni að láta þetta líta svona illa út, þetta vissu allir nema Jón og þingflokkurinn, ef þing flokk mætti kalla, því erfitt er að kalla sjö manneskjur flokk.

  Núna eru Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur að ræða málinn, stjórn þeirra gæti orði mjög farsæl.  Ekki virðist vera raunhæfur möguleiki fyrir Samfó, Vinstri græn og framsókn að mynda stjórn og tel ég eftirtalin tvö atriði ráða þar mestu um:

1.  Ögmundur kemur með hugmynd um minnihlutastjórn Samfó og VG sem varin yrði af Framsókn.  Maðurinn er auðvitað bara að hrekkja framsókn með svona tillögu.  Hvað ættu framsókn að verja?  Svona stjórn þekkist í nágranalöndunum en þá er það eins máls flokkur sem tekur minnihlutastjórn að sér og fær í staðinn sitt mál í gegn.  Mætti hugsa sér ef Ómar hefði náð inn mönnum þá gæti hann varið slíka stjórn ef ekkert yrði virkjað og allar ákvarðanir teknar með hagsmuni náttúruna að leiðarljósi. 

2.  Steingrímur J gaf Jóni Sig kost á að biðja sig opinberlega afsökunar í kastljósi.  Ef Steingrímur vill að hann biðji sig afsökunar er þá ekki snyrtilegra að tala við Jón undir fjögur augu?  Steingrímur, það á ekki að setja pressu á neinn til að fá afsökunarbeiðni, þegar maður vill bjóða einhverjum að verða betri maður, þá gerir maður það af hógværð. 

Vonum að ný “Upprisustjórn” verði sett saman og reisi velferðarkerfið við.


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árshátíð í skólanum

Fór á árshátíð skólans í morgun.  Þessi árshátíð var keimlík árshátíð síðasta árs, allt í frekar hefðbundna átt og finnst mér aðallega skortur á ferskleika einkenna alla vinnu barnanna. 

 

Þegar inn í skólann er komið blasir við myndlistarsýning hjá krökkunum.  Var allt yfirbragð málverkana í byrjanda stíl og fannst mér vanta alla heildarmynd á sýninguna.  En þó var ljós í myrkrinu, því virkilega falleg og kómísk mynd í barrok-stíl vakti strax athygli mína og verð ég að fá að þakka Aron Pétri í 5. A.G. fyrir hana. Ekki síður vakti athygli mynd eftir Freyju í 1. H.J.H.  Þar teiknar hún kónguló sem er bleik, en eftir mínum bestu heimildum eru ekki til bleikar kóngulær.  Einnig vill ég benda Sigríði Petru á að sólin er ekki með augu, væri gott ef það yrði lagað og fannst mér líka mikill löstur við myndina, að hún skrifaði ekki nafn sitt sjálf, þarna var greinilega rithönd kennara.

 

Þegar inn í sal var komið tók við allt of löng bið eftir leikriti um Hróa Hött.  Þegar svo leikritið loksins byrjaði, var biðin ekki þess virði.  Aðalleikarinn, sem ég náði nú ekki nafninu á, átti ekki sinn besta dag.  Hann gleymdi í þrígang texta sínum og finnst mér það vera ábyrgðarhluti hjá leikstjóra að benda barninu ekki á, að þetta er ekki hans vegur í lífinu.  Aðrir leikarar sluppu ágætlega frá sínum hlutverkum, að undanskildum rauðhærða stráknum sem lék hestinn hans litla Jóns.  Yfirlæti, látalæti og alltof hástemmt hnegg virkaði ekki sannfærandi á mig.  Leikmyndin var í ódýrari kantinum og var erfitt að greina á milli tímamismun atriða í flestum tilfellum, virtist sagan að mestu öll gerast á einum degi.

 Kórinn sem söng í lokaatriðinu hljómaði ekki vel.  Alla dýft og fyllingu vantaði í “krummi sat í klettagjá” eins fannst mér útsetning á “Lóan er komin” ekki góð, þar er illa farið með annars ágætis lag.Má því með sanni segja að þessi árshátíð hafi ekki verið uppá marga fiskana og var ég hissa á miklu klappi og greinilegt er að metnaðarleysi foreldra og aðstandenda er algjört

framsóknarmaðurinn

PICT0059

Eins og ég greindi frá í síðustu viku var búið að gera táknmyndina XB í blettinn minn með einhverjum óþvera þ.e.a.s. grasið er kalið.  Á kosningadag, þegar ég var eins upptekinn og hugsast getur, var slegið XF í grasið hjá mér.  Ég verð nú að byrja á að spyrja, hvar er nágrenagæslan ??  Sennilega gætu ógæfumenn komið og tekið þakið af hjá mér ef ég væri ekki heima og kannski líka þó ég væri heima.

En ég stóð alveg á gati þegar ég sá XF-ið í garðinum mínum, ég stóð á gati þangað til ég leit yfir í næstu garða.  Ef þið skoðið myndina vel er framsóknarmaðurinn í þarnæsta húsi búinn að slá garðinn sinn og er þetta þar með þriðja árið í röð sem hann nær að vera fyrstur í hverfinu til að slá.

Mikið hlýtur hann að hafa hlegið inní sér þegar hann ákvað að koma sínum flokki að "ekkert helvítis XB í mínum garði, bara XF og svo hefur framsóknarmaðurinn farið á kjörstað og merkt við F-ið. 

Þarna er sennilega kominn skýring á fylgishruni Framsóknarflokksins.  Læsi armur flokksins er að setja X við F.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband