Færsluflokkur: Bloggar

Kveð Akureyri..... varla sami maður.

Er loksins komin burt frá Akureyri, bærinn er í sjálfu sér fínn, þó ég mæli ekkert sérstaklega með gæsluvarðhaldi þar.  Fannst fúlt að þeir gætu haldið mér í fimm daga, þó ég sjái núna að vissulega eigi ég einhverja sök á máli með þögninni einni.  Manni getur nú sárnað og sérstaklega þegar löggan heldur því fram að ég sé einhver austuríkismaður á puttaferðalagi.

Annars var dansleikurinn ágætur, bauð mörgum stelpum upp í dans og var góður rómur gerður að fótafimi minni, áður en ég var tekinn úr umferð.

 Er að spá í að renna inná Siglufjörð, sem einu sinni þótti töff, það var svo töff að fólkið þar fann upp slangur í íslenskri tungu.  Þau voru svo rosalega þreytt þarna í gamla daga, því það voru allir að vinna 16 tíma á dag í síldinni, að þau fóru að segja Sigló, Strætó osfrv nenntu ekki að segja Siglufjörður og Strætisvagn.  En nú held ég að þessi staður sé ekki töff, hlakka til að sjá skrýtna fólkið sem varð eftir þegar síldinn fór, fólkið sem heldur að síldinn komi aftur.  Fólkið sem vaknar á morgnana og spyr hvort annað “jæja...er síldin nokkuð komin?”

vinna sér inn aur

Vaknaði á Akureyri.  Betra að vakna þar en sofna.  Fékk mér lúku af kandís í morgunmat og burstaði svo vel tennunar.  Keyrði inn fjörðinn og rukkaði moggann hjá bændum, það gekk mjög vel og sérstaklega vel hjá þeim sem voru áskrifendur af mogganum.  Fékk það út að áskrifendur moggans eru mjög gestrisið fólk og þau eru vingjarnlegri og kurteisari en annað fólk.  Fékk m.a hótun um að á mig yrði sigað löggu ef ég ekki hypjaði mig úr Eyjafirði, frá einum sem ekki var áskrifandi.  Á einum bænum var mér boðið inn í kaffi og pönnukökur, það er alveg ótrúlegt hvað ég get borðað mikið af pönnukökum þegar ég byrja.  Húsfreyjan hafði vart undan að baka ofan í mig og hikstandi kenndi ég heimilisfólkinu svo á tölvu.

 Þegar ég svo aftur kom inn á Akureyri voru þeir byrjaðir að halda upp á 17. júní, eins og meðfylgjandi mynd sannar.  Þeir segjast alltaf halda upp á hann þann 16. júní.  Einu svörin sem ég fékk þegar ég spurði afhverju var “við þurfum nú ekki að vera eins og þeir fyrir sunnan”

Ætla að kíkja á dansleik á eftir og er orðinn fullur eftirvæntingar að fara dans við heimasætur höfuðstað norðurlands.

17juni2003_2

Laug sem ekki hreinsar

Vaknaði sem aldrei fyrr og fór í sund á Egilstöðum, já maður skilur svona sneið frá lesendum síðunar.  Alveg frábært að fara í sund og öll aðstaða til fyrirmyndar.  Eins og við mátti búast var sá Austuríski kominn þangað, aðeins rauður af sólinni síðan í gær.  Hann sat í grunnu lauginni með 130 kg íslenska stelpu sér við hlið og horfði á mig með sigurglott á vör.  Ég rölti til hans og sagði við hann á íslensku, hátt og snjalt, vitandi það að hann skildi ekki orð, en kærastan allt “Heyrðu félagi....þú lítur út eins og austuríski-eyðnismitaði-fjöldasmitberinn sem löggan var að lýsa eftir í gær” ekki sjens að sú feita hleypi honum uppá sig í kvöld.  Á leiðinni úr sundlauginni stal ég útskriftargjöf, sem gefin var viku áður í Austurríki.  Ekki það að ég ætlaði að nota þessa grænu skó, hef það bara á tilfinningunni að þeir eigi eftir að koma mér til góða. 

 Lagði mig aðeins eftir góðan þjófnað, var ekki í stuði fyrir varðstjórann og nokkuð öruggur um að mín yrði ekki leitað í tjaldi.  Velti því fyrir mér hvort betra væri að vera hreinn á líkama eða sál, áður en ég sofnaði.  Legg af stað í nótt til Akureyrar, held það sé betra að aðlagast Akureyringum hægt, sjá svona einn og einn vakna og koma rosalega hissa út á götu, hissa á að búa á Akureyri.    

verður bara skrýtnara

Mikið er nú gott að vakna eftir svona hressandi barheimsókn. Þetta var sjötta barheimsóknin mín eftir reykingabannið og maður lyktar ekki núna eins og maður gerði áður.  Maður var ángandi í sígarettulykt og þráði að komast í sturtu eftir djamm, fyrir bann.......ég held ég fari rétt með að ég hef ekki farið í sturtu síðan tóbaksbannið tók gildi, þetta er svo allt annað líf.Annars sá ég, þegar ég keyrði út úr towninu að það heitir Fáskrúðsfjörður, ég vissi ekki einu sinni að það væri til.  Samt héf ég oft notað þetta “ertu frá Fáskrúðsfirði, eða hvað?” hélt bara að þetta væri alþjóðlegt djók.  Fáskrúðsfjörður!! og þarna býr fólk.Þessi myndalegi hópur tók á móti mér í blíðviðrinu á Reyðarfirði.  Austfjarðarþokan ekki en búinn að marka svip sinn á þau.112995618_06c7eca9a0Svo hitti ég þar feðgana jón og séra jón, jón jónsson yngri sagðist alls ekki vilja læra til prest, eins og faðir hans, enda vandséð að þessi horaði náungi sem hafði erft háa-c-rödd móður sinnar hefði fengið einhverja athygli frá sóknarbörnum og hvað þá frá okkar vandláta guði.Á Egilsstöðum tók varðstjórinn á móti mér, ekki með riffil, en hann var með kleinuhringi í maganum.  Samt leið mér aðeins eins og rambó leið í myndinni Rambó-1, spurningar varðstjórans voru á þá leið.  Eins og það sé ekki hægt að bögga frekar einhverja Kínverja á Kárahnjúkasvæðinu, heldur en að vera spyrja mig á hvaða ferðalagi ég sé.Tjaldaði í skógi og er farinn að sofa....nenni ekki á fyllirí með kínverjum frá Kárahnjúkum.

 


puttalingur

Tók austurískan puttaling, upp í rétt fyrir utan tjaldstæðið, sá austuríski var á leið til Egilsstaða.  Hann ætlaði upphaflega að koma ásamt hóp af austurískum samnemendum sínum en þau beiluðu.  Það tók mig 5 mínútur að skilja afhverju.....ekki það að tungumálakunnátta mín vær slök, heldur tók það mig 5 mínútur, sem það tók austurísku samnemendur hans eitt skólaár að sjá hversu ótrúlega leiðinlegur manngreyið var.  Ég stoppaði rétt fyrir utan Klaustur og sagðist vera hættur við að fara hringinn.  Hann sagði að svona óskipulagsleysi myndi leiða mig til glötunar.  Ég sagði honum, að leiðin til glötunar væri skemmtilegri en leiðin til Egilstaða........ með honum.  Hann fór út án frekari orðaskipt, en kvaddi mig eins og hann heilsaði mér, nema nú var hann búinn að skipta um putta sem fór á loft.  Kannski var hann ekki alvitlaus, en hann verður örugglega kominn með ógeð á sjálfum sér áður en hann kemst á Egilstaði.

 

Borðaði á Hótelinu á Höfn, virkilega góður matur.  Gaurinn í lobýinu kom svo og sagði að ég þyrfti að fara, yndislegt hvað er hugsað vel um að maður haldi ferðaáætlun úti á landi.  En þetta var kannski full mikill asi fyrir minn smekk, var nýbyrjaður á snakkpokanum.

 

Er núna aðeins seinn í tjaldið, sem er inní einhverjum firði sem ég ekki veit hvað heitir fyrir þoku, fjöllum og  áfengis drykkju á einhverjum bar.  Sagði innfæddum á barnum að ég væri frægur trúbador, vertinn fann gítargarm í kompu á barnum.  Ég byrjaði á ole,ole,ole,ole...ole,ole náði upp góðum stemmara, áður en ég fór í Rómeó-Júlía, stál og hníf og fleirri Bubba lög.  Endaði á danska laginu og ég hugsa að þetta séu bestu tónleikar trúbadors sem ekki hefur áður snert gítar á austurland.

1180179699500-16Manninger heitir sá austuríski.


Lömbin fyrir austan.

Borðaði rækjusamloku og kókómjólk í morgunmat og að launum fékk ég eitt fallegasta veður sem ég man eftir.  Lagði svo á stað með frosið ánægjubros og nokkuð montinn yfir því að fara að skoða landið einn. Keyrði hratt í gegnum Hellu og Hvolsvöll, get ekki með nokkru móti hugsað mér að láta sjá mig þar.  Fór rólega yfir, undir fjöllunum, er ættaður þaðan og stoppaði alltaf þegar ég sá lömb að leik.  Þau eru yndisleg þessi lömb, jarmið svo saklaust og blítt og ég er ekki frá því að þau hafi kannast við mig, frá því ég var þar í sveit sem barn.  Já þau hoppuðu og skoppuðu og varla réðu sér fyrir kæti að sjá mig aftur.

 Þegar ég kom í Vík, duttu nú af mér allar dauðar lýs, svo hissa hef ég ekki áður orðið.  Að þeim skuli detta í hug að setja upp skilti af einhverskonar dýri, en ekkert dýr sjáanlegt, heldur bara maður sem á hús og tekur það með sér þegar hann fer eitthvað (sjá mynd að neðan) .  Fékk Lambakótilettur í Víkurskála og alltaf langar mér að gifta mig er ég fæ kótilettur.  Kvaddi Vík með söknuði þess sem allt hefur fengið.

Svaf á tjaldstæðinu á Kirkjubæjarklaustri.  Fattaði þegar ég fór að sofa að tannburstinn gleymdist við Þjórsá, en ég hef vanið mig á að tannbursta mig alltaf fyrir svefninn, það gefur svo gott ferskt bragð.  Góð ráð eru dýr í sveitinni og þegar ég var að rölta um tjaldstæðið í leit að einhverjum sem gæti lánað mér burstann sinn mundi ég eftir pippinu.  Let pippið bráðna uppí mér, á meðan ég tjaldaði.  En ótrúlega friðsælt að sofna við jarmandi lömb með ferskt myntubragð í munninum.

IMG_5166-demo_1696878507[1]

ál

Hvað gengur að gaurnum sem gerir auglýsingar fyrir Endurvinnsluna?  Þvílík mannvonska sem þessi maður býr yfir.  Nýjasta auglýsingin er í sjónvarpi.  Hún byrjar á því að það kemur kókdós svona hægt líðandi yfir skjáinn og rödd sem segir rólega “skilaðu áldósum” svo flýgur flugvél á áldósina og áldósin skýst svona út fyrir skjáinn.  Og þá kemur rödd sem segir rosa hratt með frekju tón “Flugvélar er búnar til úr áli”Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra fyrir krökkunum, hversvegna við förum ekki á Ibiza í sumar.

Hvernig eignast maður kærustu?

 

Guðni Ágústson var upp á sitt besta í þinginu í gær, talaði með skemmtilegum hæðnistón um þau Ingibjörgu og Geir.  Hann kallaði þau “háttvirt kærustupar” og var þá líklega að vísa í kossinn fræga á Þingvöllum.  Guðni reiknar með því að þau séu orðin kærustupar, því þau kysstust.  Ég veit ekki hvernig hann reiknar þetta út, en það er ein spurning sem ég verð að spyrja fyrrverandi Landbúnaðarráðherra, hvað er þeir kallaðir sem kyssa beljur?

 

 


Fegurð Flórens er..........

Fegurð Flórens er eins og lífsklukkan, á votum morgni um miðjan Maí.  Þeir sem eitt sinn til Flórens koma, líta sköpunarverk meistarans ekki sömu augum aftur.  Þar sem ólívu-runnar, eru líkt og lækur sem liðast hægt um fjöll og dali.  Þar sem rauðvínsþrúgan fyllir vitund okkar af losta lífsins, þar líður öllum eins og bróðir minn Ljónshjarta í kirsuberjadal.

 

 Það er helst að aðeins beri skugga á fegurð Flórens og Ítalíu í heild sinni, sú ömurlega bæjar-ómynd sem skakki turninn í Pisa vissulega er.  Hann er einhver sú alversta bygging sem reist hefur verið og er ég hissa á að ekki skuli vera búið að rífa hann eða með öllum hugsanlegum ráðum reyna að rétta hann við.  Að láta þetta standa fyrir augum allra er ítölsku þjóðinni til vansa.  Þetta er óvirðing við formið.  Listformið sem út fyrir hið endalega nær. 

   Ég var reyndar eitthvað utan við mig þegar Einar félagi minn var að reyna sýna mér hvar skakki turninn í Pisa væri, enda erfitt fyrir mann sem dregur á eftir sér hægri löppina að reyna sjá hvað er skakkt og ekki skakkt.  En fyrir tilviljun náði ég mynd af skakka turninum, þegar ég ætlaði að ná mynd af Norskum mæðgum stara á rassinn á Einari.

Í næsta þætti munum við heimsækja Seyðisfjörð, þar sem hámenning hefur aldrei sól þeirra litið. 

100_2313


Presturinn kallaði mig dýr

Hún var góð framan af, messan í morgun.  Presturinn var fullur af sjálfstrausti og virtist óþunnur.  Alltaf gaman að sjá klerk sem hefur fulla trú á sínum málstað. 

 

Presturinn gekk út frá þeirri vitund manna að bera ábyrgð á okkur sjálfum.  Að hver maður ætti að taka til í eigin ranni, gera hreint í sinni sál og ekki síður að hafa hreint í sínum garði.  Það væri hægt að sjá á hverjum manni hver hann væri, út frá vel hirtum garði og máluðu húsi.  Það er þetta sem greinir okkur frá dýrum, sagði hann.  Þetta gerir okkur að mönnum, ábyrgðin sem við eigum að axla af okkar nánasta nágreni, ábyrgð sem dýr bera ekki.

  Ég sagði honum eftir messu að Gunnar í krossinum tæki að sér að afhomma menn og benti honum réttilega á, að prestar eru menn.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband