Hvernig eignast maður kærustu?

 

Guðni Ágústson var upp á sitt besta í þinginu í gær, talaði með skemmtilegum hæðnistón um þau Ingibjörgu og Geir.  Hann kallaði þau “háttvirt kærustupar” og var þá líklega að vísa í kossinn fræga á Þingvöllum.  Guðni reiknar með því að þau séu orðin kærustupar, því þau kysstust.  Ég veit ekki hvernig hann reiknar þetta út, en það er ein spurning sem ég verð að spyrja fyrrverandi Landbúnaðarráðherra, hvað er þeir kallaðir sem kyssa beljur?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Fénaður

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 13:20

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Tjah, ef maður byrjaði nú alltaf með öllum sem maður kyssir, það væri nú ljóta vesenið!

Rúnarsdóttir, 5.6.2007 kl. 13:44

3 Smámynd: Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl

Ég myndi halda að þeir sem kyssa beljur eigi almennt ekki mikinn séns í kvenfólk...

Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl, 5.6.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Beljupar?????

Eva Þorsteinsdóttir, 5.6.2007 kl. 16:15

5 identicon

„... hvað er þeir kallaðir sem kyssa beljur?“ Veit ekki en þeir myndu líklega ekki vera taldir gera miklar kröfur í kvennamálum -

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:42

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég held ég kærði mig ekki um að eiga mann sem leggði það í vana sinn að kyssa kýr* eða önnur dýr. Mér fyndist það hálf krípí . Margrét hlýtur að vera umburðalynd og lítillát kona.

* Ath. að beljur er óvirðinganafn á þessu nytsama húsdýri okkar, sem hefur gefið okkur margan sopann í gegnum aldirnar.

Rúna Guðfinnsdóttir, 5.6.2007 kl. 16:46

7 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Dýraplagerí? Annars finnst mér þessu ummæli framsóknarmannsins hallærisleg - varla manni sómandi sem situr á Alþingi.

Valgerður Halldórsdóttir, 5.6.2007 kl. 17:06

8 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Beljasta?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 5.6.2007 kl. 18:41

9 Smámynd: Halla Rut

Hún kemur í öllum myndum afprýðisemin.

Málið snýst nefnilega um að það er hann sem vildi kossinn frá Geir.

Halla Rut , 5.6.2007 kl. 19:08

10 identicon


... Guttormar ???

Eyfi (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 19:14

11 Smámynd: Hjalti Árnason

Ehhhhhh.....Hillbilly??????

Hjalti Árnason, 5.6.2007 kl. 19:52

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Animalist... ?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.6.2007 kl. 20:13

13 Smámynd: HP Foss

Þarna er nú ólíku saman að jafna, Ingibjörgu og beljunni.  Hvað hefur kýrin gert af sér til að vera líkt við Ingibjörgu.

Persónulega yrði ég stoltari með belju í bandi er Ingibjörgu Sólrúnu urrandi í hælunum á mér.

HP Foss, 5.6.2007 kl. 21:42

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hillbilly kemst næst því

Heiða B. Heiðars, 5.6.2007 kl. 22:05

15 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Tommi einfalt ef þig vantar kærustu, þá ræðir þú bara við GUÐNA.

Eiríkur Harðarson, 5.6.2007 kl. 23:48

16 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

svona svona, hann var bara lost in the moment.. and in her big brown eyes

Guðríður Pétursdóttir, 6.6.2007 kl. 03:34

17 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Ægilega eru menn viðkvæmir fyrir smá glettni. Er enginn húmor í Samfylkingunni?

Guðmundur Ragnar Björnsson, 7.6.2007 kl. 18:28

18 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Kýr eru fallegar skepnur.  Fólk kyssir kettina sína og sumir kyssa hundana sína, Geir kyssir Ingibjörgu og Guðni kyssti kú.  Er þetta ekki bara spurnig um að kyssa þau húsdýr sem manni þykir vænt um.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 8.6.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband