Fréttaskýring á ekkert skylt við "að skíra"

 

 

Þær eru um margt merkilegar þessar nýju fréttaskýringar morgunblaðsins. Þar fara blaðamenn moggans með sínum líknar lúkum fallega um Sjálfstæðisflokkinn. Ég held að trúarofstæki moggans hafi aldrei verið meira enn einmitt nú.

Heimildarmenn moggans eru helstu leiðtogar þeirra.

Blaðamenninir hegða sér eins og Gunnar í krossinum þegar hann vitnar í biblíuna, málstað sínum til stuðnings.

Meðan börn landsins staðfesta skírn sína, þá játar mogginn með skýringum sínum trú sína á sjálfstæðisflokkinn og staðfestir þau órjúfanlegu tengsla sem eru á milli moggans og íhaldsins.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hvað er það sem þú ekki skilur? Hefur þú lesið "fréttaskýringar" Moggans t.d. hjá Agnesi í dag? Er að benda á augljós tengsl moggans og íhaldsins.

Svo er SKYRING og SKIRN orðaleikur.

Gunnar í krossinum vitnar í biblíuna sem sönnun á því sem hann segir. t.d "að sjálfsögðu er kynvilla synd, þú getur lesið það í biblíunni" 

Agnes á mogganum vitnar í Geir Harde sem sönnun á því sem hún hélt fram um Össur. Það eru svipuð rök.

Vona að ég hafi náð að útskýra þetta

Tómas Þóroddsson, 17.3.2007 kl. 21:36

2 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Gunnar í krossinum er villingur og það er allur sjálfstæðislfokkurinn lika... þannig þeir eiga kannsk meira sameiginlegt en mann grunar??? Mogginn hefur aldrei komið hlutlaust að málum pólítíkar Íslendinga... allir eru einhverjum háðir....

Eydís Rós Eyglóardóttir, 17.3.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Dofri Hermannsson

Blaðamennska Agnesar er alveg ótrúleg. Það er að sjá sem hún hafi gjörsamlega ofmetnast og líti á sig sem stórveldi í fjölmiðlaheiminum. "samkvæmt heimildum mínum..." skrifar blaðamaðurinn og setur fram algerlega staðhæfulausar og órökstuddar fullyrðingar.

Blaðamannastéttinni er lítill heiður af skrifum Agnesar.

"Ólyginn sagði mér" gætu orðið einkunnarorð verðlaunablaðakonunnar ef hún heldur áfram á þessari braut.

Dofri Hermannsson, 17.3.2007 kl. 22:23

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já sammála Dofri, þessi notkun hennar á "heimildamenn mínir"í staðin fyrir "heimildarmenn blaðsins" eru lömuð.

Rétt Eydís það er ótrúlega stutt á milli öfga hægrimennsku og öfga trúarbrögðum. 

Tómas Þóroddsson, 17.3.2007 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband