persónulegtblogg

 

Jæja þá er þessi dagur að verða búinn, var aðeins sérstakur dagur. Kennari sem kenndi mér fyrir rúmum 20 árum sagði að hann hefði gaman af að lesa bloggið mitt. Finnst vænt um það. Annars var ótrúlega mikið að gera hjá mér í vinnunni í dag 16 tíma vinnudagur.

Fór m.a. tvisvar í Byko á Selfossi og í seinna skiptið var ég tekinn fyrir að hnupla. Jamm en þetta er í fyrsta sinn.......fyrsta sinn sem ég er tekinn allavega, kannski hef ég stolið áður, veit ekki alveg. Ég fór inní búðina heilsaði stelpunum sem voru í saklausri fjáröflun að selja kökur og blóm, rauðhettur kapitalisma. Arkaði næst að spengilegum sölumanni, tók blað úr vasanum og las "ryksugupoka" sölumaðurinn sneri sér við og let mig fá kippu af pokum, ég þakkaði honum mikið vel fyrir og gekk út. Hva...bara búnar að selja allar kökunar? sagði ég við fjáröflunarstelpunar. Hva....á ekki að borga fyrir pokana sagði dimm rödd fyrir aftan mig. Þar var kominn sölumaðurinn. Jú ég taldi það rétt og borgaði. Ég virði það við staffið í Bykó þó það vilji vakta mig, næst þegar ég kem. Fór að spá í hvort það væri ekki hægt að vera með steluþjófadag, þá mætti stela smá og það væri viðurkennt þennan dag. Pælið hvað þeir litu illa út sem yrðu uppvísir að stuld einhvern anan dag, það væru lúðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Það er ljótt að stela en í lagi að okra.  

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 16:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Næst þegar þú hnuplar hafðu það bitastætt

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta var samt alveg óvart hjá mér....reyndar segja þeir það allir. Munum samt að þeir sem stela grjóti, fara í grjótið og koma út með grjót.

Tómas Þóroddsson, 5.4.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband