Færsluflokkur: Tónlist
23.10.2007 | 00:27
Airwaves
Kíkti í bæinn um helgina og fór að sjá Airwaves. Eftir mikið lof frá kollegum mínum meðal annara gagnrýnanda, lét ég tilneyðast og dustaði rykið af blaðamannapassanum og fór á tónleika. Ekki var ég nú svikinn í þetta sinn. Þetta er eitt magnaðasta band sem ég hef heyrt í og á virkilega skilið þá athyggli sem það fær. Samvinna og vitund fyrir hvor öðrum var eins og best verður á kosið hjá bassaleikara og trommara. Fingrasettning gítarleikarans var til fyrirmyndar og söngvarinn með óheflaðri framkomu sinni, minti um margt á söngvara Rolling Stones. Hljóðblöndun og ljósashow var uppá tíu. Mér skildist á öðrum tónleikagestum að Airwaves hafi komið hér nokkrum sinnum áður og ætluðu að koma að ári, vill ég því hvetja aðra fagurgala landsins til að fjölmenna og sjá hljómsveitina Airwaves að ári. Látum ekki kreddur um lélegan tónlistarsmekk unga fólksins eyðileggja fyrir okkur í ´68 kynnslóðinni að fá að njóta þess nýjasta og ferskasta sem tónlistarheimurinn býður uppá. Komum öll að ári og sýnum unga fólkinu hvað er að vera hipp og cool.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)