Færsluflokkur: Ferðalög

líður eins og Megas

Þá er maður loksins kominn heim, mikið verður nú gott að eyða helginni heima.  Það örlar á því að mér líði eins og Megas leið í Reykjavíkurnætur.  Ferðin með Norrænu gekk glymrandi vel, fínt að ferðast í bát, það sparar manni tíma.  Það er of tímafrekt að standa í röð, raðir á flugvöllum eru svo íþyngjandi.

 Það iljaði mér um hjartarætur að lesa öll e-mailin frá ykkur, allar áskoraninar um að halda áfram að blogga.  Ég vill endilega mynna ykkur á forsetakosninganar sem verða í vor og hvet ykkur eindreigið til að skora á mig að fara fram.  Ég mun verða landi og þjóð til sóma.............ef ég verð kosinn..........annars ekki.  Tökum þetta nú á Herbalife, maður á mann og komasvo.

Furðulegt bæjarstæði, Akureyri.

Þorpsróninn á Akureyri tók á móti mér með svip þess sem heldur að það sé verið að skipta um þorpsróna.  Enda klukkan 05.50 þegar ég nýkominn í þorpið rölti niður göngugötuna og mætti þessum ógæfumanni.  Ég spurði hann hvort hann væri búinn að kjósa, það kom aðeins á hann, en svo sagðist hann hafa kosið Kristján.  Ég héld hann hafi ekki einusinni verið fæddur þegar Kristján varð forseti.  Fór niður á tjaldstæði, flestir sofnaðir, nema þrír verðandi ógæfumenn.  Ég keyrði rólega inn á tjaldstæði, skrúfaði niður allar rúður á bílnum og setti geisladiskinn með “hæ hó jibbí jæ jó jebbí jeii það er komið 17 júní” í græjunnar og sett þær í botn í 7 sekúndur og slökkti svo.  Velti því aðeins fyrir mér hvað margir séu að dreyma candyflos núna og eins hvað margir vakna í fyrramálið með svonefnda dagatals-röskun.  Áðurnefndu þrír verðandi rónar komu og spurðu mig hvað mér gengi til, ég endur tók “hvað gengur mér til” getið þið ekki bara talað eins og aðrir unglingar, spurði ég og keyrði burt af tjaldstæðinu, sáttur að fá ekki svar vegna hræðslu við þessa unglinga.

  Fór í verslunarmiðstöðina, orðin svangur en aðeins 11.000 kr eftir, bíllinn tómur og rækjusamlokunar búnar og því óvíst hvernig viðrar á morgun.  Hefðbundnar úti-á-landi-tískubúðir.  Fjórir krakkar fyrir utan versunarmiðstöðina að selja sinn varning í gegnum eitthvað númera kerfi, aumingja börninn hugsaði ég og á útlitinu að dæma voru þetta sígunar.  En harðmælgi þeirra og dónaskapur leyndi því ekki að hér voru börn Eyfirskra manna.Nú fannst mér kominn tími til að sýna þeim hver væri bestur að prútta í þessum bæ.  Ekki láta einhverja króa eiga neitt inni hjá mér og náði því í stígvelin grænu.

Eftir fimm mínútur voru krakkanir orðnir sannfærðari en ég að þetta væru töfrastígvel.  Ég fór sáttur með ora baunir, humar-ora-súpu tvær dósir, kandís, tveggja metra dúk, playmokall og tvær perlur.  Mætti Austurríska á leiðinni út á bílastæði, það fer honum ofsalega illa að brenna og þess vegna hefur kærastann sennilega yfirgefið hann.  Mér fannst á svip hans að það væri frekar þungt yfir honum, en það héld ég hann þurfi að greiða skildinginn fyrir töfrastígvelin.

  

Ætlaði að fá mér kvöldmat á Bautanum, en þýska stelpan í afgreiðslunni misskildi mig eitthvað og ég hætti við þegar hún bauð mér inn í þennan sal.  Mér er sama hvað þau eru að bardúsa á Akureyri, en ég fer ekki inn í sal með svona stólauppstillingu.  Þau meiga eiga sinn félagsskap í friði.  Fyllti bílinn fyrir tæpar 6000 kr og fékk mér súpu úr dós. Er að reyna að sofna , en gengur hægt.  Núna eru allir Akureyringar úti á götu að reykspóla, ótrúleg þessi bíladella í þeim.

Mynd_0207462

Hvað er úti á landi?

Í dag var ég kominn með leið á að hanga einn með mínum leiðinlegu hugsunum.  Tók því þá ákvörðun að keyra hringinn og blogga um lífið úti á landi, ef þetta fólk á landsbyggðinni hefur þá nettengingu.  Svo er nú ekki ólíklegt að einhverjir aðrir eigi eftir að fara út á land í sumar og er því gott að ég sé búinn að kanna svæðið fyrst.

Nestaði mig upp á Selfossi með þremur Línusamlokum, six-pack af kókómjólk, pipp-þrennu og fimm marrud snakk pokum....héf það alltaf á tilfinningunni að allir éti bara bugglis úti á landi.

 

Áður en ég lagði af stað hitti ég Bjarna Hauk Þórsson, hann hló alveg rosalega þegar ég las fyrir hann hvað stæði á þessu einkanúmeri og svo bað hann mig um að lesa það fyrir sig aftur og aftur og alltaf hló hann jafn mikið.  Svo prófaði hann að halda fyrir i-ið og ég veit ekki hvert hann ætlaði þegar ég sagði honum hvað stæði þá. (sjá mynd að neðan)  Alveg yndislegur maður hann Bjarni Haukur.

 

En þegar ég loks var tilbúinn, var klukkan orðinn tíu um kvöld og eiginlega kominn háttartími.  Ég hef nú alltaf haft það að leiðarljósi í mínu lífi að standa við það sem ég lofa mínum samferðarmönnum og lagði því einn á stað austur.  Eftir um 15 mínútu akstur sótti svona líka mikil syfja á mig, að ég lagði bílnum utan vegar við Þjórsárbrú og sofnaði í bílnum.  Hafði ekki nennu til að tjalda.

Bjarni-032_679831333

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband