Eyþór Arnalds er vinur minn

Jæja þá er maður búinn að eignast fyrsta vininn, mér líður smá eins og þegar ég fékk bílpróf. Sætasta stelpan vildi fá far hjá mér á ballið, svo ég helt ég fengi eitthvað hjá henni í staðinn, en nei, hún var ekki til í að gera sitt gagn eins og sagt er. Brennt barn forðast eldinn, þannig að Eyþór minn þú skalt ekki láta þér detta það í hug að ég ætli að fara skutla þér Reykjavík-Selfoss- Hreiðurborg út í eitt. Við höldum vinskapnum hér.Kannski er ég of grimmur, kannski brenndur eftir sætu stelpuna, en nú ætla ég að vera jákvæður og taka fyrst netvini mínum opnum örmum. Maður á ekki að dæma fólk af útlitinu og Eyþór því segi ég megi vinátta okkar vara um alla eilífð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband