27.2.2007 | 17:11
Jón Gerhard
Hér er Hreinn Loftson að leiðrétta Palla. Mikið væri ég til í að heyra Davíð Oddsson segja Jón Gerhard hratt.
Óskráður (Hreinn Loftsson), 27.2.2007 kl. 13:23
11
Og eitt enn fyrst ég er að svara þér á annað borð. Davíð Oddssyni voru aldrei boðnar mútur eða tilraun gerð til þess að bera á hann mútur á fundi okkar í Lundúnum, 26. janúar 2002. Leyfi ég mér í eitt skipti fyrir öll að mótmæla þessari aðdróttun þannig að þau mótmæli liggi fyrir á þessari síðu.
Óskráður (Hreinn Loftsson), 27.2.2007 kl. 13:38
Alrangt hjá þér Páll, að ég hafi breytt framburði mínum. Davíð nefndi bæði nafn Jóns Geralds og Nordica á fundi okkar í Lundúnum 26. janúar 2002. Í réttinum í gær gat ég þess að um þetta atriði væri ágreiningur á milli mín og Davíðs. Ég þekkti ekki manninn áður en ég hitti Davíð og hélt að hann héti Jón "Gerhard" en þannig var hann nefndur af Davíð á fundinum. Þetta var leiðrétt nokkrum dögum síðar þegar ég hitti þá Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggva Jónsson.