Tilraun 2

Um mína æfi hefi ég ferðast víða. Á mörgum stöðum er margt fallegt að sjá, náttúran í sinni fegurstu mynd fær mig til að slappa af og hugsa lengra en hin “meðal maður” gerir. Evrópa hefur staðið mér næst og er stóra bretland landið sem ég hef oftast heimsótt þó ekki séu síðri: landið sem er í laginu eins og stígvel (ítalía), eða heimaland Marco polo, kollega míns (spánn) og land Napoleons hins mikla (Frakkland).Í hini stóru Ameríku, þar sem innfæddir kölluðu mig Tómas víðförla, var margt stórt og mikið, en það get ég upplýst ykkur kæru samlandar að hvergi í heiminum hef ég séð eins mikin aragrúa af stjörnum og hér í Grímsnesinu. Má því telja alveg víst að stjörnur séu hvergi fleirri en í uppsveitum Árnessýslu.P.S. Þessi könnun er ekki vísindaleg og má því ekki birta hana né afrita við nokkuð tækifæri, þó auðvitað sé fólki í sjálfvald sett hvort það vitni í hana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband