Höfn

Flaug á Höfn í gær, flaug yfir landið þegar sólin var að setjast, það var virkilega fallegt. Ég sat í  annari gluggaröð og sá því vel, bæði til hliðar og eins fram, framhjá flugmönnunum. Ég hugsaði um það í aðfluginu, að ég hafði aldrei lent á Höfn, sá svo að flugstjórinn var í sömu sporum og ég, hafði aldrei lent þar áður. Það perlaði svitinn af enni hans, en þrátt fyrir það stóð hann sig mjög vel ef frá er talið auknablikið þegar hjólin snertu brautina. Eftir á að hyggja hefði ég ekki treyst neinum betur í allri vélinni til að lenda þarna en einmitt flugstjóranum.

'A Höfn er engin fríhöfn, en hægt að kaupa sígó í sjoppunni. Annars frekar öðruvísi bær, ekki sjávarþorp og ekki alveg þjónustubær. Kraftmikið og bjartsýnt fólk sem býr á Höfn, lætur ekki ríkisstjórnina kúga sig, rís upp, segir hvað það vill og þau vita að það verða breytingar á ríkisstjórninni í vor. Ég hlakka til að fara aftur þangað því ég fann kraftinn í fólkinu.

Keyrði heim í nótt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband