London

Vááá´cool þema að nefna pistlana eftir borgunum sem þeir gerast í. 

Nú er ég vaknaður fyrir allar aldir, því lundúnir bíða mín. Þangað er ég farinn til að gera áframhald á tilraunum mínum. Ég mun m.a. gera tilraunir með lestakerfi þeirra, sem er gríðarlega flókið en þó allt á ensku. Einnig mun ég gera tilraunir á Arsenal-liðinu, samskonar og ég gerði á handboltaliði Ögra.

Nú bíð ég bara eftir Leó, Stebba, Elvari og Sigga ( hér eftir nefndir ferðafélagar ) en við erum allir fimm að fara með leigubíl á Leifsstöð. Svo er stóra spurningin. Kemur einhver ferðafélaginn með bjór í leigubílinn, en hvað er ég svosem að hugsa um það? Strákurinn að mestu laus við áfenisdjöfulinn.

Nú kveð ég, en reyni að skrifa ef ég finn net-coffe-house.

ps Reynið að finna svar við færslunni fyrir neðan, kommentið tilgátur............ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Marteinn Hannesson

góða skemmtun í London

Guðmundur Marteinn Hannesson, 2.3.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: GK

Lestarkerfið í London er alls ekki flókið... en ég vona að þið skemmtið ykkur vel... Áfram Liverpool...

GK, 2.3.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Hvernig fór leikurinn?

Rúnarsdóttir, 4.3.2007 kl. 23:31

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Arsenal vinnur alltaf. Takk fyrir

Tómas Þóroddsson, 6.3.2007 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband