Hvað er í gangi?

Ég var í London í þrjá daga og átti von á því að lífið heima væri í nokkuð góðu jafnvægi. En nei ég hef gleymt að láta einhvern passa liðið. 

Sif vill slíta stjórnarsamstarfinu. Sigurður Kári vill að Sif segji af sér. Búið er að stofna tvo nýja flokka. Ég hugsa mig um áður en ég fer aftur út. Hvar er DO hann hafði þó aga á þessu liði, gat engin hótað Ómari og var ekki bara hægt að lofa gamla fólkinu einhverju?

Svo horfði ég á Silfrið áðan og þar var Gummi Steingríms frábær, virkilega hæfur maður þar á ferð. En ég skil ekki afhverju Sóley Tómasdóttir tók það svona nærri sér þegar hún var spurð hvort VG mundu selja sig dýrt. Feministinn Steingrímur J Sigfússon sagðist ætla að selja sig dýrt. Hvet ykkur til að horfa á byrjunina á Silfrinu.

Svo voru merkilegar kvöldfréttir á rúv áðan. Þar var Jón sálugi Sigurðsson spurðuhvort stjórnarsamstarfið gengi illa og hann svaraði "finnst þér það?" já svaraði fréttamaðurinn og þá kom "Þ'A FINNST Þ'ER ÞAÐ !!! " Það er hvernig maður segir það, Jón.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Málefnalegt hjá Jóni... :)

GK, 5.3.2007 kl. 22:53

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega auðmjúkur maður Jón!

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 01:07

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

já auðmjúkur er hann og þetta var vissulega málefnalegt hjá honum.

Tómas Þóroddsson, 6.3.2007 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband