7.3.2007 | 11:01
Ferðasaga úr ókunnugri borg
London er frábær. Ég fann reyndar fljótlega til vanmáttar að eiga ekki city-trefil svona marglita, ég átti þannig trefil þegar ég var ca 20 ára, fekk hann í jólagjöf. En í London er svona trefill stalbúnaður.
Í stórborgum líður mér mjög vel nema þegar kemur að því að rata, Þá er ég svolítið eins og mér hafi verið hent út úr 17. öld.
Einn ferðafélaga minna er rat-rotta. Þegar ég var að skrifa ratrotta fór ég að spá hvort það væri nýyrði og google-aði því, þá kom bara þessi síða, ég skil ekki allt sem stendur þarna, en ef það særir blyggðunarkennd netlöggunar hans Steingríms Joð þá er ég ekki í góðum málum. En sem sagt Stebbi ratar út um allt, hvort sem er um áhugaverðustu staði eða dimmustu skúmaskot Lundúna.
Við reyndum að halda okkur þar sem dúfur eru, þá er maður öruggur með skjól, mat og drykk. Þegar kom að mat og drykk, voru menn mis duglegir að kynda seðilinn og skilur maður núna afhverju seðlinum er misskipt.
Fyrstu nóttina svaf ég með Ljóninu í herbergi, hann vakti mig stanslaust milli 04.00 og 07.00 með dylgjur um að ég væri að hrjóta. Leyfði mér svo, daginn eftir, að hlusta á upptöku að meintum hrotum mínum. Kom þá hið sanna í ljós, þetta gat ekki verið ég því greinilega heyrðist ég svara spurningum hljóðmannsins meðan á upptöku stóð. Enn hefur ekki verið fundið út hver hraut, en verður upptakan sett hér inn von bráðar.
Í breskum tryggingalögum eru áfengis einingar taldar í unit-um þ.e.a.s eitt unit er bjór, léttvínsglas eða einfaldur sterkur drykkur. Einhverjum úr hópnum hefði verið neitað um sun-tryggingu á mánudag.
Í london sá ég : skrýtnasta nef í bretlandi, styttu af big ben, homma í sleik, fallegasta völl í heimi, hest að kúka, lest, indverskan-, grískan- og sænskan þjón og málaðan mann sem hreyfði sig hægt. Þess vegna mæli ég sérstaklega með þessari höfuðborg evrópu.
Þangað er einfaldast að ferðast með flugvél, þó vissulega sé ævintýraljómi yfir siglingaleiðinni þangað. Þeirra aðal gjaldmiðill er pund, þó hægt sé að greiða með íslenskri krónu.
Sennilega héf ég ekki hlegið jafn mikið eina helgi og þessa helgi í London enda ferðafélaganir til fyrimyndar, alveg elegans og mæli ég sérstaklega með þeim fyrir alla þá sem vilja sækja borgina heim.
Athugasemdir
Mig hlakkar mikið til þegar við félagarnir förum aftur út að standsetja staðinn hans Sigga, Kebab fried chicken!!!
Elvar (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:26
Gott að sjá að sumt breytist aldrei. Einar B. og Elvar G. ennþá sterkir á kantinum í þágufallssýkinni
By the way, tremma fyndin færsla hjá þér Tommi!
Rúnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.