"svolítið spes kjóll"

Er ekki komin tími á að konur hætti að gagnrýna aðrar konur fyrir klæðaburð sinn. Þetta er varaþingmaður sjálfstæðisflokksins, orðin þetta gömul og en að hugsa um hvort einhver hafi verið í "svolítið spes" kjól með svona "grænu á"

Hvað ætli þingmaður sjálfstæðisflokksins sé að meina, verða sumir bara alltaf svona á meðan aðrir hætta í kringum 12 ára aldur að gagnrýna klæðaburð annara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Kannski var það græni liturinn sem fór í hana???

Eydís Rós Eyglóardóttir, 10.3.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þetta er áhugaverð pæling. Veit líka um ansi marga sem horfa á Júróvisjón og tala þá meira um tau en tónlist. Kannski er ekki annað hægt á þeim vettvangi, en mér finnst alltaf skrýtið þegar fullorðið fólk heyrir ekki það sem sagt er af því að það er svo upptekið af klæðaburði þess sem talar.

Jón Þór Bjarnason, 10.3.2007 kl. 12:08

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þetta á bara við um konur, því miður. Einu sinni á fundi var sagt við mig "guð ég heyrði ekkert hvað hún sagði fyrir eyrnalokkunum hennar" ef ég hefði ekki verið í spennitreyju á fundinum hefði ég látið finna fyrir mér.

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband