Tilraun 3

 

Ég held að allar bestu hugmyndir mannkyns hafið komið óvart til vísindamannsins. Þannig er það um þessa tilraun, hún er ekki fullkláruð, en ég er búinn að reyna allar hugsanlegar útilokunaraðferðir og með sanni má segja að læknavísindin verði ekki söm á eftir.

 

Fyrir viku síðan sagði félagi minn mér frá “háfjallaveiki” ég helt fyrst að hann væri að tala um lofthræðslu, sem engin þekkir betur en ég, en svo var ekki, “háfjallaveiki” lýsir sér þannig að ef þú ert að klifra á mjög há fjöll ca 4000 metra + þá þornar þú upp og færð niðurgang. Daginn eftir er ég lagstur í rúmið, sennilega með háfjallaveiki og það skrýtna var að ég hafði aldrei á æfinni komið uppá svo stórt fjall.

 

Nú var ég komin á sporið. Ég gerði tilraun á bróður mínum, hringdi nokkra daga í röð og spurði hvort hann væri með kvef, á fjórða degi jánkaði hann því.

 Því má með einföldum hætti álykta að sjúkdómar geti smitast með röddinni einni saman og hlakkar mér nú til að heyra viðbrögð læknavísindanna við þessari tímamóta uppfinningu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Getur verið að þetta gildi líka um almennt líkamsástand en ekki bara sjúkdóma? Ef svo er, værir þú til í að hringja í mig daglega í 3-4 daga til að spurja hvort ég sé ógili mjó? ... það væri mjög gott, takk!

Rúnarsdóttir, 10.3.2007 kl. 18:50

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Hlakka ég", maður ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.3.2007 kl. 21:32

3 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Ég sem hafði það í hausnum á mér að háfjallaveiki væri eitthvað allt annað, t.d. þegar súrefnið er of "þunnt" og vatn byrjar að myndast í lungum einstaklingsins. EN hvað veit ég um lækisfræði, þegar ég hugsa það nára er þín kenning betri!!! Óskandi væri að röddin gæti verið svo áhrifa rík, það gæti reddað svo ótal mörgu

Eydís Rós Eyglóardóttir, 10.3.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já eins ótrúlegt og það hljómar stelpur þá er þetta svona, eins og þið getið jú lesið um í " Tilraun 3" nú bíð ég bara eftir að læknamafían afsanni á þetta. Hjörtur þú ert eins og Siggi Jóns þegar þú lætur svona, annars ertu fínn sko.

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 22:09

5 Smámynd: Alma Lísa Jóhannsdóttir

Er þetta ekki yfirleitt kallað hypokondria af læknavísindunum?...

Alma Lísa Jóhannsdóttir, 10.3.2007 kl. 22:59

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

.............ummmm.......jammmm

Tómas Þóroddsson, 10.3.2007 kl. 23:01

7 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Hljómar skemmtilega þannig að ef maður vill einhvejrum illa eða vel þá er bara að nota þessa aðferð

Sædís Ósk Harðardóttir, 10.3.2007 kl. 23:59

8 identicon

Þetta er ekki vitlausara en margt það sem ég les og heyri um svonefnd "læknavísindi"

Ætla að reyna þetta ráð, og læt svo vita.  

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband