...en afhverju má það ekki ?

Agla rústaði þessu þriðja árið í röð, sjá frétt .

....en afhverju má það ekki, ef henni finnst hún hafa erindi í keppnina ár eftir ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit ekki hvers vegna ég fæ kökkinn í hálsinn í hvert skipti sem ég sé umfjöllun um "fegurðarsamkeppnir".  Held að það sé ekki af öfund Er stúlkan prófessional fegurðardrottning? Spyr sá sem ekki veit. Hm..

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 22:52

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jamm...ég hef samt ekkert á móti fegurðarsamkeppnum. Ef fólk vill keppa þá er það allt í lagi. Hún er bara svo grimm úreldingaraðferðin í ungfrú ísland. Þú mátt aldrei taka þátt aftur, en samt verður fylgst með yfirvigt hjá þér næstu árin.

Tómas Þóroddsson, 12.3.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Einhvernvegin finnst mér fegurðarsamkeppnir ekkert merkilegar, en mér finnst mun ómerkilegra þegar fólk - yfirleitt ljótar konur - tuða út í eitt um hvað þetta sé ómerkilegt og, eins og ein orðaði það, "niðurlægjandi fyrir allar konur". Það eru náttúrulega helber ósannindi, því varla getur þáttaka einnar konu í keppni verið niðurlægjandi fyrir einhverja aðra. Annars finnst mér stelpurnar á mynd þeirri sem fylgir fréttinni bara voða sætar.

Ingvar Valgeirsson, 12.3.2007 kl. 13:18

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

"þegar fólk - yfirleitt ljótar konur - tuða út í eitt um hvað þetta sé ómerkilegt"... hrikalega er þetta ljótu-konu tal eitthvað orðið þreytandi

Ég hef svo sem ekkert á móti fegurðasamkeppnum, hvorki kvenna né karla. Sé samt sem áður ekki neinn tilgang með þeim annan en þann að senda þau skilaboð að útlit fólks hafi eitthvað með manngildi að gera 

Heiða B. Heiðars, 12.3.2007 kl. 13:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ingvar heldur þú í alvöru að konur sem eru á móti keppni í ytri fegurð séu allar ljótar?  Samkvæmt því eru þá allir karlar illa á sig komnir sem eru á móti keppni í vaxtarækt. Allir karlar ljótir sem finnast fegurðarsamkeppni karla vera fáránlegt fyrirbrigði og allir karlar á móti klámi bévaðir klámhundar.

Með svona svart-hvíta hugmyndafræði kemst fólk varla nokkurn tímann að niðurstöðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband