Sjúklegt samband

Ég gæti alveg hugsað mér að kjósa vinstri græna eða sjálfstæðisflokk ef ekkert annað væri í boði, því aldrei myndi ég skila auðu eða mæta ekki á kjörstað. Ung stúlka spurði mig fyrir síðustu bæjarstjórnakossningar, hvað mætti kjósa oft. Henni fannst það eðlilegt eins og í idol-inu. Ef það mætti kjósa tvisvar myndi ég aldrei kjósa þessa flokka saman, það er sjúkt.

Mér fannst samt skemmtilegt að sjá Ögmund vinstri grænan algjörlega úr karakter í Silfrinu. Hann var lúmskur, brosandi og biðjandi Illuga um að flengja sig. Þetta samband vinstri grænna og sjálfstæðisflokks gæti orðið mikið framfara spor fyrir BDSM menningu íslendinga. Gott væri reyndar fyrir flokksforingjana að kynna sér samtökin áður en riðið er úr hlaði.

Það er reyndar ótrúlega margt líkt með sjálfstæðisflokk og vinsri grænum, enda ekki skrýtið því báðir flokkanir íhaldsflokkar þó annar sé lengst til vinstri og hinn lengst til hægri.

Tökum dæmi

1. Hvorugur flokkana vill heyra á það minnst að íhuga evrópusambands-aðild, það má bara ekki tala um það.

2. Ögmundur vinstri grænn sagði í viðtali að gott væri að losna við stóru fyritækin úr landi til að auka jöfnuð, félagi hans Árni Matt hjá sjálfstæðismönnum tók undir orð hans í síðustu viku og sagði að ekkert væri að því þó Straumur burðarás myndi yfirgefa klakann.

3. Fylgismenn flokkana eru mjög húsbóndahollir, það er aldrei einhver innan flokkana sem hefur aðrar skoðanir en foringjar flokkana.

4. Björn Bjarnason er búinn að vera með leyniþjónustu í maganum í nokkur ár, Steingrímur joð kom fram með hugmynd um netlöggu fyrir nokkrum dögum síðan. Sólveig á pappalöggur og löggubúningar fást í öllum helstu hjálpartækjabúðum landsins.

 

 

 

Svo að endingu legg ég það til að öll ummerki um tilvist framsóknaflokksins verði afmáð úr samfélagi þjóðanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þetta er reyndar ekki vitlausasta samband sem hugsast gæti í sögu stjórnmálanna. Þessir flokkar hafa það fram yfir aðra að menn vita sirka hvar þeir standa - þeir standa bara æði langt hvor frá öðrum.

Ingvar Valgeirsson, 12.3.2007 kl. 23:35

2 identicon

Sammála þessu síðasta hjá þér. Skylduverkefni.

sveinn elías hansson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 23:51

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gott við séum öll algjörlega sammála

Tómas Þóroddsson, 12.3.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Þetta er alveg yndisleg pæling og krassandi myndræn í ofanálag, sérstaklega Illugi að flengja Ögmund :) Tengdapabbinn gæti svo haldið Ömma niðri fyrir strákinn ef hann fer eitthvað að mótmæla tuktinu...

Jón Þór Bjarnason, 13.3.2007 kl. 08:32

5 Smámynd: Rúnarsdóttir

Já maður er bara farinn að aka sér til og frá í stólnum hérna ... djók.

Rúnarsdóttir, 13.3.2007 kl. 09:38

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

úbbbss er ég komin útí Guðbjörgu Kolbeins, get ekki horft á stjórnmálamenn án þess að sjá klámmyndastjörnur.

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 10:46

7 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

hehe... kannski "guðbjargar sindromið" sé smitandi!!! Engu að síður er svo mikið tíl í þessu hjá þér... svona "love hate - relationship".

Eydís Rós Eyglóardóttir, 13.3.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband