Blogg-vinur

Áðan lenti ég í mjög skrítnu atrið, sem á sennilega eftir að fylgja mér alla ævi. Ég var að ganga Hallveigarstíginn og á horninu Hallveigarstíg og Bergstaðarstræti mæti ég blogg vini mínum. Strákur sem ég hef aldrei séð og það sást á mér. Ég gjörsamlega panikaði og þegar ég panika þá hreifist neðri vörin upp og niður og höfuðið á mér tekur snöggar hreifingar til hægri, ekki ósvipað hræddri hænu. En blogg-vinur minn horfði beint í augun á mér, þannig að ég greip utan um hann og sagði eitthvað. Hann sagði á móti "ha er ég góður strákur ?" "Já Gunni þú ert svo góður strákur" Svo losaði ég takið og beygði fyrir hornið. Það sem situr eftir er hvað hann er visinn. En rosalega góður strákur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Áfallahjálp! Dugar ekkert minna

Heiða B. Heiðars, 14.3.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

haha... greyp utan um hann og svo var hann visin....

Eydís Rós Eyglóardóttir, 14.3.2007 kl. 19:30

3 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já þið eruð mín áfallahjálp.

Honum finnst ég örugglega hlunkur, vonandi bloggar hann ekki um þennan hitting. 

Nei sko..... nú veit ég að ég á ekki að vera svona við bloggvini.

Tómas Þóroddsson, 14.3.2007 kl. 20:17

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Þú ert svo mikil krumpa, hlunkurinn þinn. Ég sé þetta alveg fyrir mér og þetta er ekkert hómó, bara ógili krúttaralegt!

Rúnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 20:48

5 identicon

Visinn... já rétt er það, hann Gunnar er visinn. En það breytir ekki þeirri staðreynd að það eru aldraðir sem eru framtíð þessa lands og hverjir eru það nema öryrkjar sem halda uppi samfélaginu ? ég bara spyr.... Ef við viljum veg lands og þjóðar sem mestann þá ættum við öll að faðma vini okkar, hvort sem þeir eru hlunkar eða visnir og kjósa aldraða á þing... eða öryrkja og aðeins þá mun þjóðin rísa úr þeirri ládeyðu sem hún hefur verið í....vinalaus og vaðandi í villu hagsældar. Góðar stundir.

Siggi Fannar (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 20:54

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ Tommi og takk fyrir að faðma Gunnar, annars hefði ég ekki fundið hann á blogginu, þekkti hann einu sinni á síðustu öld. Ætlarðu ekki annars að faðma mig næst þegar við hittumst, ég er jú öryrki og á leiðinni að verða gömul

Ásdís Sigurðardóttir, 14.3.2007 kl. 21:10

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Nú er ég hættur að skilja........Þeir sem vilja knús retti upp hönd.

Tómas Þóroddsson, 14.3.2007 kl. 21:22

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þarf að hugsa þetta aðeins...

Fengi knúsið sér pistil á blogginu þínu?  

Heiða B. Heiðars, 14.3.2007 kl. 23:37

9 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Ha ha ha.... hendi upp, get svo veitt þér áfallahjálp í kjölfarið :)

Hafrún Kristjánsdóttir, 15.3.2007 kl. 00:38

10 Smámynd: GK

Svona fer fyrir þeim sem eiga of marga bloggvini, Tommi minn. Ég held að þú sért með fleiri en Eyþór Arnalds meira að segja...

PS. Þarf ekki knús.

GK, 15.3.2007 kl. 01:44

11 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jóna knús. Heiða knús og pistil. Hafrún knús. Gummi ekki feimin, þú færð knús og það á engin fleirri vini en Eyþór og hann var búin að vera í 30 mín í blogginu og komin með 42 vini, þessi maður er ótrúlega vinsæll, enda búin að vera í hljómsveit. Það þarf örugglega að taka reglulega til í bloggvinum Dúa og já þú færð knús.

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 09:10

12 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Sorrý Dúa  " Bloggvinir hvað annars? Hnuss " helt að hnuss væri knús hratt.

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 09:54

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.."óviðeigandi strokur" bara verið að hormónast í kommentakerfinu. Tommi þú ert megakrútt þó þú hafi ekki kvittað hjá mér síðan í fyrradag.  Hefur frest til kl. 15,12 í dag en þá mun ég fleygja þér út (jeræt) Knúúús og ekki vildi ég mæta þér á götu, þú yrðir ekki deginum eldri eftir það havarí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 13:06

14 Smámynd: Rúnarsdóttir

Jahérna hér. Tómas Þóroddsson þarf ekki að kvíða því að verða einmanna gamalmenni, það er nokkuð ljóst! :o)

Rúnarsdóttir, 15.3.2007 kl. 15:12

15 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Nei Tommi verður ekki einmanna. Þegar ég flutti á Selfoss fyrir 7 árum, var Tommi einn af þeim fyrstu sem brosti til mín. Ég hélt reyndar lengi vel að hann væri Sjálfstæðismaður eins og ég, en hann er ekki veri þótt svo sé ekki. Tommi þú mátt bara senda mér bros næst, gæti verið vandræðalegt að faðmast í Nóatúni

eða ríkinu  hehe  eigðu góða helgi

Ásdís Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 16:26

16 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jamm og er núna búin að gera tvær færslur sem innihalda ekkert sex

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband