Bjarni til í hvað sem er

Skil ekki hvernig er hægt að vera svag fyrir klámi og vinstri grænum í sama mánuði.  En Bjarni Harðar klámprins framsóknar sagði fyrr í þessum mánuði vera svag fyrir klámi. Í kvöld var hann að daðra við vinstri græna í kastljósi  "margt líkt með þessum flokkum og þeir eiga samleið" sagði Bjarni um vinstri græna og vill samband. Hann bað þjóðina einnig um að virða það við framsókn að hafa beðist afsökunar og að lokum kvartaði Bjarni yfir sambúð með íhaldinu.

Bjarni, þegar maður er hjá hjónabandsráðgjafa er ekki sniðugt að tala um næsta maka......held ég. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 22:07

2 identicon

Styrmir Hreinsson, er góður maður, hann kaus í síðustu sveitarsjórnarkosningum Sálfstæðisflokkinn. Bjarni, eins og Styrmir, er líka góður maður, en ég tel engar líkur á að Bjarni kjósi annað en Framsókn. Saman munu Styrmir og Bjarni standa vörð um ríkisstjórnina, en ég man ekki til þess að þeir félagar eigi annað sameiginlegt... eða hvað ????

siggi fannar (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:44

3 identicon

Þetta er góð ábending um klámprinsinn hjá þér Tommi eða eru þetta kannski svoldið draugaleg skrif

Eyrbekkingur (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 23:28

4 Smámynd: Björn Heiðdal

Klám borgar reikninga og fæðir svanga munna þetta veit Framsóknarflokkurinn fullvel.  Hvort skyldu fleiri klám-séní kjósa Framsókn eða VG?

Björn Heiðdal, 15.3.2007 kl. 01:13

5 Smámynd: GK

Ahhh... missti af Kastljósinu...

GK, 15.3.2007 kl. 01:45

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Eyrbekkingur......ég bíð þér í súpu á Rauða húsinu á laugardag í hádeginu, hver sem þú ert.

R-ið 

Björn, klám eykur hagvöst.

Gummi sjáðu það á netinu....mjög athygglisvert.

Dúa það er sagt þeir séu eins og Guðmundur í Byrginu, hef ekki heyrt hitt

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 09:02

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Auðvitað er Framsókn að daðra við aðra en Sjallana. Sjallar vita vel að það er best að vera með aðeins tvo flokka í ríkisstjórn, en Framsókn hefur ekki fylgi til að geta verið með neinum í tveggja flokka stjórn.

Því er best að daðra við einhverja aðra í veikri von um að fá að vera uppfyllingarspartl í þriggja flokka stjórn.

Ingvar Valgeirsson, 15.3.2007 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband