Reykjanes

Suðurnesjamenn er skemmtilegir, þeir eru öðruvísi en aðrir íslendingar. Nota mikið slangur, en annars dagfarsprúðir. Mér finnst þeim bést lýst þegar ég var þar staddur fyrir síðustu kosningar. Þar voru framsóknarmenn búnir að setja X Bus á kosningaskrifstofuna hjá sér, Guðni Ágústson veit ekki hvað bus þýðir. En framsóknarmenn í Reykjanesbæ voru tilbúnir að gefa íslenskunni frí fyrir töffið.

  

Þetta segir okkur reyndar líka hvað kjördæmin eru alltof stór. Hvernig eiga Guðni og Bjarni að geta talað við vennjulegt fólk í Reykjanesbæ?

 

Talandi um Reykjanesbæ, þá er ég hræddur um að nýja hverfið þeirra við brautina sé hálfgert klúður, héld þetta séu alltof margar lóðir sem var úthlutað þar í einu. Það þýðir að hverfið verður alltof lengi að byggjast upp og ekki gaman að vera með fyrstu íbúum þar. Eftir fimm og jafnvel tíu ár verða ennþá framkvæmdir þar með öllu því raski sem þeim fylgja.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Yes! Ég var á undan Dúu og Jennýju að kommenta! YEEES!!!

Rúnarsdóttir, 15.3.2007 kl. 16:28

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

 Þú ert mjög fyndin

Tómas Þóroddsson, 15.3.2007 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband