16.3.2007 | 16:22
Ég er á borði þingmanna
Ég hélt ég ætti ekki eftir að þurfa að gera þetta. Nú þarf ég að reyna afsaka húmor minn, ekki get ég útskýrt hann. Málið er að þingmenn hafa haft samband, símleiðis og í gegnum mail-ið vegna blogg-færslu sem ég skrifaði.
Nú er ég ekki að reyna vera fyndin, þetta er í alvöru, einhverjir þingmenn fengu bréf. Málið er að einhverjum sárnaði það sem ég skrifaði í þessari færslu og eins athugasemdinar sem ég skrifaði.Þess vegna vill ég segja við ykkur öll hvernig sem þið eruð, þið eruð fín.
Það er líka gott að hafa það hugfast þó að einhverjum finnist Selfoss ljótur staður, hárgreiðslan mín ljót, þá er ekki þar með sagt að það sé eitthvað að mér, ég get verið fínn gaur og klipparinn minn meira að segja líka........uuuuu.... þó hárgreiðslan mín sé ljót.
Við skulum muna að anda rólega, taka lífinu ekki of alvarlega og ekki halda að við séum órjúfanlegur hluti af einhverju, það er ekki holt.En hér má lesa færsluna sem einhver var fúll yfir.
Sorrý ef ég særði einhvern, en ég mun ekki breyta mér úr þessu, sorrý.
Athugasemdir
Mér finnst þetta bara allt í lagi hjá þér Tommi minn, það er alltaf rígur á milli bæja, þegar ég bjó á Húsavík þá bara áttum við að hata Akureyringa, og Dalvíkingar hata Ólafsfirðinga (kalla þá Lereda) vertu bara þú og ekki bakka með neitt, og með hárið á þér það er o.k.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 16:49
Hér á gamli góði frasinn people get over yourselves! vel við. Það er ekki hægt að ætlast til þess að fólk leggi niður húmör og hrepparíg bara vegna þess að það eru kosningar eftir nokkrar vikur. Vona að téðir þingmenn fái sér bara góðan göngutúr heima í sveitinni um helgina og reyni að ná smá heildarmynd á lífið og tilveruna.
Rúnarsdóttir, 16.3.2007 kl. 17:13
Þingmenninir voru sko ekki að skamma mig held þeir hafi bara viljað láta mig vita.
Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 17:55
Jæja, úff það er þá gott að ég sleppti mér ekki alveg
Rúnarsdóttir, 16.3.2007 kl. 18:10
Mér finnst þetta segja meira um þann sem bréfið skrifaði en þig, Tommi minn.
Ingvar Valgeirsson, 16.3.2007 kl. 18:18
Ég er bara fávís kona og skil ekki hvað gæti hafa farið svona í viðkvæmisbeinið á fólki
Heiða B. Heiðars, 16.3.2007 kl. 18:37
Æji sumt fólk er bara svona... sé bara EKKERT athugavert við þessa færslu
Eydís Rós Eyglóardóttir, 16.3.2007 kl. 19:12
Er við hæfi að kosningastjóri Samfylkingarinnar c að drulla yfir okkar dásamlegu nágrannasveitarfélög? Vill hann ekki atkvæði þaðan?
Annars er ég ánægður með bloggið þitt, Tommi. Hef gaman af að lesa það...
GK, 16.3.2007 kl. 19:20
Ég er fávís kona eins og Heiða...sumt bara skil ég ekki (og held alltaf að það hljóti að vera fyndnast??)
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.3.2007 kl. 20:52
Hvernig viti þið að það er þorlákshöfn, en ekki rauðhærða-fólk-samtökin sem kvörtuðu?
Tómas Þóroddsson, 17.3.2007 kl. 09:16
Eða hið íslenska áhugafélag Þorlákshafnarkvenna um sjálfbæra þróun þjóðbúninga?
Hm
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 16:02
já og btw farðu svo að kvitta hjá mér "bloggi"
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.