Áttu börn, Björn ?

 

Sumt breytist ekki neitt. Þrátt fyrir endalausa höfnun, skín hroki og yfirlæti úr hverju orði hérna. Björn er alveg hissa á að það sé skorað á hann að skrifa undir í "áskorunarherferð Framtíðarlandsins" .

Björn veit ekki hvernig að þessari söfnun er staðið.
Hann veit að hann hefur fengið yfir 40 tilmæli um að skrifa undir. Hann veit að ef hann yrði við þeim öllum, yrði talið að yfir 40 áskoranir hefðu borist. Þetta finnst Birni ekki vekja traust á framkvæmdinni.

En bíðum við.....Björn sagðist ekki vita hvernig að þessu væri staðið.......en ekki er hún traust, hann veit það. Er það tilgangurinn sem helgar meðalið? Ef 40 manns skora á mig að fara í sund á morgun og mér hugnast það, fer ég samt bara einu sinni. 

Svo duttu inn 10 áskoranir á meðan hann skrifaði færsluna og honum blöskraði mengunin sem talvan hans varð fyrir!!!  

En Björn, ég veit að það eru ekki vinir þínir í Sjálfstæðisflokknum sem eru að skora á þig. Getur verið að þetta séu ættingjar þínir af yngri kynslóðinni? Þeim þykir allavega vænt um þig, sem senda á þig. Því get ég lofað.

Skora á alla að lesa BB 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Flott samantekt. Rosalegt hvað Björn er hissa, hann skilur ekkert í þessu, og treystir enn síður. Ég mæli með því að menn fari í enn meira mæli inn á framtidarlandid.is og geri Björn og fleiri þingmenn græna... finnst ekkert verra ef það eru þingmenn sem þetta fer nett í taugarnar á ;c)

Jón Þór Bjarnason, 19.3.2007 kl. 07:44

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég fæ ekki betur séð en að hann TELJI að það muni líta svo út að 40 áskoranir hafi borist, en hann fullyrðir það ekki. Svo á ekki að segja "talva", heldur "tölva".

Annars er ég ekki viss um að ég myndi skrifa undir þetta, hef ekkert með eða á móti álverum og stóriðju hérlendis - nema hvað ég er fylgjandi álveri á Húsavík, enda löngu kominn tími á varanlegri lausn þar í atvinnumálum.

Veit jú að stóriðja er alltaf nauðsynleg einhversstaðar í heiminum og treysti okkur Íslendingum best til að stunda hana með sem minnstri mengun. Þó svo risastrompar með reyk upp úr séu ekki það sem ég vil í massavís í nágrenninu hryllir mig samt meira við tilhugsuninni um nokkur álver undir engu eftirliti í einhverju Suður-Ameríkuríki ellegar Afríku.

Ingvar Valgeirsson, 19.3.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er til í að gera ýmislegt fyrir bloggvini mína en að fara alsgáð og lesa BB er meira en ég treysti mér til, jafnvel fyrir mína nánustu ættingja.  En þetta kemur ekki á óvart. Það verður að segjast.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það er t.d. spurning hvaða fylgi Steingrímur J. hefði ef honum hefði ekki dottið í hug að gerast allt í einu og upp úr þurru náttúruverndarsinni og femínisti á gamals aldri...

Ingvar Valgeirsson, 19.3.2007 kl. 17:45

5 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

skil nú alveg að karlinn sé pirraður að fá fleiri tugi tölvupósta um málið.  Eg yrði pirruð eftir 5 stykki.  Engin hefur þó skorað á mig enn.  Hann er þó í mótsögn við sjálfan sig það er rétt.

Hafrún Kristjánsdóttir, 19.3.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Algjörlega sammála Jón þór, sumir þingmenn skilja ekkert.

Ingvar.....hann telur það og fær svo útkomu.Sem er ekki eðlilegt. "Eg tel að Ingvar sé ekki að spila neinn ákveðin hljóm á myndinni sinni, hann kann ekki á gítar " skilurðu. Allar meintar stafsetniga og orðafars villur sem á síðunni kunna að birtast, eru eingöngu til að leggja áherslu á textan og gefa honum sjálfstæði í frumskógi bloggsins. Líkt og Styrmir og með Z. Toppaðu þessa lýgi :)

Eg skil þig Jenny :)

Pálmar það er rétt Steingrímur er nýorðin umhverfisvænn feminismi.

Já......var ég að ræna svarinu fyrir ofan frá þér.

En þá á Björn að fara til sálfræðings :) engin hefur heldur skorað á mig, hef ekki haft tím til að skoða þetta, ætla að gera það á eftir. 

Tómas Þóroddsson, 21.3.2007 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband