21.3.2007 | 02:46
Í hljóði héf ég öskrað mig hásan.
Pabbi minn var spurður að því þegar hann var 5 ára, hvort hann kynni orðið að lesa. Pabbi þurfti að hugsa sig aðeins um en svaraði svo nei.... en ég kann að skammast mín !!
Sú aðför sem fyrir nokkrum árum var gerð að Þórólfi Árnasyni og varð til þess að hann þurfti að segja af sér er hreint með ólíkindum, sérstaklega í ljósi nýfallins dóms yfir Kristni Björs og co. Allt þetta mál er sjálfstæðisflokknum til vansa. Sjálfstæðismenn með sitt illa innræti náðu að hrekja þennan vandaða mann á brott og er aðförin nú gegn Ingibjörgu Sólrúnu farin að minna á borgarstjóramálið þeirra.
Kristinn Björnsson sagði í kastljósinu í kvöld að þetta mál væri eins og fjarlæg skáldsaga Þetta er rétt. Reynið að ímynda ykkur land þar sem forstjóri væri ákærður fyrir svik. Konan hans væri dómsmálaráðherra og hann þar af leiðandi sýknaður. En vinnumaður forstjórans sem er á öndverðu meið í stjórnmálum, var látinn gjalda. Afsakið.... en ég þarf að öskra í hljóði.
Þið sjálfstæðismenn sem kunnið að lesa ættuð að læra að skammast ykkar.
Athugasemdir
Því ekki bara að öskra upphátt. Og sammála þessu með sjálfstæðismennina...
Brynja Hjaltadóttir, 21.3.2007 kl. 09:15
Góð grein Tommi.
Er virkilega einhver enn í Sjálfstæðisflokknum, ég hélt að ég hefði verið sú síðasta sem skráði mig úr honum.
En nú er ég komin á rauða dregilinn, þar sem ég fékk svo góða vetrareinkunn í íslensku 212. Kveðja Guðný gella.
Guðný Ingvarsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:24
En svona í allri og fullri alvöru, hver ráðlagði Kristni að koma fram í Kastljósi?? Maðurinn kom alveg skelfilega fyrir sig orði, og ef eitthvað er, er mörgum sinnum sekari fyrir þjóðinni á eftir.
Hann sótti í sig veðrið þegar leið á viðtalið og fannst eins og hann hefði sagt eitthvað af viti. En það var misskilningur byggður á hroka. Mér fannst Sigmar vinur minn m.a.s. ef eitthvað er fara að honum full mjúkum höndum. Hefur örugglega verið erfitt viðtal, að vera með jafn skelfilegan staddan viðmælanda hjá sér sem hafði síðan nákvæmlega ekkert að segja.
Hélt Kristinn að hann næði að bera af sér slyðruorðið með mætingunni?
Baldvin Jónsson, 21.3.2007 kl. 10:19
Já Brynja... en ég er íslendingur...
Rétt Baldvin, ótrúlegt dómgreindarleysi. " upphaflega voru ákæruliðinir 500 en svo var bara ákært í 27 " bara 27??? 27 atriði eru mörg atriði Kristinn.
Tómas Þóroddsson, 21.3.2007 kl. 11:18
Við skulum muna það að Kristinn var ekki sýknaður þó svo honum sjálfum og frúnni finnist að svo sé, heldur var málinu vísað frá.
Ps. eru allir bloggarar bloggvinir þínir ?
Þóra Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 11:53
Elsku Tommi minn, öskraðu bara það er gott fyrir sálina, en mundu að það verður alltaf til gott fólk í öllum flokkum og þú dæmir ekki skóginn eftir nokkrum tjrám, ég vona að ég fari svo sjálf að þeim ráðum mínum, mér líkar allavega vel við þig.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 13:04
Já en Tommi! Sjálfstæðismenn kunna EKKI að lesa!!! Ef svo væri væri Ísland kannski aðeins betur sett, hvers vegna? Þá gætu þeir lesið eigin stefnuskrá og staðið við hana
Eydís Rós Eyglóardóttir, 21.3.2007 kl. 14:45
Já Þóra, ég er að fara halda bloggvina partý. Það verður alltaf fyrsta fimmtudag í mánuði. Ertu með?
Takk Ásdís, það er gagnkvæmt. Nei það er rétt það má aldrei dæma hóp útfrá einstaklingum.
Rétt Pálmar, ég er samt frekar að vitna í Kristinn "fjarlæg skáldsaga" og búa til örsögu. "fjarlæg skáldsaga" er fyndið orðalag hjá manni sem var aðalpersóna í sögunni.
Þeir lesa allavega oftast vitlaust út úr hlutunum, Eydís.
Tómas Þóroddsson, 21.3.2007 kl. 18:12
Sæll frændi!
Það versta við suma sjálfstæðismenn er HROKI. Maður hélt að hrokinn hefði elt Davíð Oddsson í seðlabankann en svo virðist því miður ekki vera. Hef heyrt að hrokinn sé með skrifstofu í Valhöll
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 21.3.2007 kl. 21:05
*hvíslarvoðalágt* ég skammast mín ...
Rúnarsdóttir, 21.3.2007 kl. 21:23
Úps í búbs, en var ég ekki bara undir áhrifum........
Heiða Þórðar, 21.3.2007 kl. 23:23
Ég er sjálfstæðismanneskja, ég kann að lesa og ég held að ég lesi oftast rétt í hlutina. A.m.k svona álíka oft og meðal manneskja. Ég skammast mín þó ekkert fyrir neitt í þessu máli. Ég er hins vegar á því að Kristinn og co hefðu átt að sæta ábyrgð. Held að sjálfstæðisflokkurinn hafi hvergi komið nærri því að hann var sýknaður. Varðandi Þórólf fannst mér hann bestur af þeim borgarstjórum sem R-listinn bauð upp á. Það hljóta samt flestir að sjá að það hefði verið undarleg staða að borgin hefði stefnt olíufélögunum fyrir samráð sem borgarstjórin tók þátt í, eða í það minnst vissi vel af.
Kannski er ég að lesa vitlaust í hlutina ...... enda til hægri í politík
Hafrún Kristjánsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:23
Er sjálfstæðismaður, hef oft skammast mín (þó ekki fyrir að vera sjálfstæðismaður ) svo ég kann það en mér dettur ekki í hug að skammast mín varðandi þetta mál.
Hef enga trú á að Kristinn hafi verið sýknaður vegna þess hve vel giftur hann var en mér finnst algjör hneisa að ekki hafi verið hægt að koma lögum yfir hann og félaga hans. Það þarf að laga.
Þórólfur var mjög góður borgarstjóri, og haldið ykkur nú fast, mér fannst ISG líka mjög góður borgarstjóri. Hlakkaði mikið til þegar hún færi yfir í landsmálin þar sem að ég hélt að hún væri eini mögulegi forustumaður vinstri manna sem gæti gert kosningabaráttuna spennandi á þeim vettvangi en síðan hefur allt verið niður á við hjá henni blessaðari og NEI það er ekki sjálfstæðismönnum að kenna
Hins vegar var óskaplega eðlilegt að Þórólfur viki úr borgarstjórastólnum meðan þetta mál var í skoðun. Ég er persónulega búinn að fyrirgefa honum allt sem hann gerðist sekur um í þessu máli og væri alveg til í að sjá hann aftur í borgarstjórastólnum ef hann er til í að sitja þar þegar D er í meirihluta
Ágúst Dalkvist, 22.3.2007 kl. 00:13
Guðný ég sá þig ekki fyrst, en sé þig núna. Gaman að fá frænku hingað. Jú það er e-ð lið eftir í kringum Árnana
Og frændi líka, mér sýnist Skógsnes fjölskyldan vera að yfirtaka bloggið.
Fyrir hvað, Ágústa ? *rosa hátt*
Humm.... Heiða ?? .... hér tala allir í gátum, hvar er Kjartan galdrakall.
Rétt Hafrún, þú kannt að lesa. Verð að fá að hrósa þér fyrir greininguna á skoðanakönnunum sem þú hefur verið með, virkilega flott. En nýfallin dómur segir okkur að það hafi verið allt í lagi, þó hann hefði verið áfram. Gott, héld við séum samt ekki langt frá hvort öðru.
Ánægður með þig Ágúst, þorir að opna þig. Nú ég. Ég kaus einusinni xd og var skráður í flokkinn.
Tómas Þóroddsson, 22.3.2007 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.