Færeyjar

 

Mikið ofboðslega er nú færeyska fallegt tungumál, hún er glettilega lík íslenskunni en er með eitthvað óútskýranlegt hljómfall sem íslenskan hefur ekki. Ég heyrði fjölskyldu Jógvan tala og þau töluðu öll eins og Rúnar Júl, fegurð, dýft og mýkt umfram reglur.

Tökum dæmi sem við höfum öll margoft velt fyrir okkur. Afhverju er aldrei, ekki skrifað aldrey og borið þannig fram ? Aldrey gæti verið hið fullkomna orð, ótrúleg dýft og lætur merkinguna standa og falla eins og ybsilon. 

Nú skora ég á ykkur öll, góðir íslendingar bætum málið okkar! Gerum íslensku að fallegasta tungumáli heims. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

rosalega hef ég gaman af þessari pælingu þinni með aldrey. Þegar ég var í gagnfræðaskóla 14-16 ára tók ég upp þann sið að skrifa aldrey alltaf með y af því mér fannst það svo flott og hljóma svo miklu betur, skólastjórinn sem kenndi okkur íslenzku var ekki mjög hrifin af þessari sérvisku minni og ég fékk mínus fyrir hvert y en gaf mig ekki gamli þverhausinn

Ásdís Sigurðardóttir, 3.4.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Færeyska er fyrirtak

Brynja Hjaltadóttir, 3.4.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Viljið þið láta aldei-ið í friði.  Sumur fólki er ekkert heilagt.  Ekkert!

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.4.2007 kl. 23:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Aldrey að segja aldrei

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2007 kl. 00:07

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

munum að nota meira y

Tómas Þóroddsson, 5.4.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband