6.4.2007 | 22:12
Vitinn kominn
Jæja þá er eitt af mínum uppáhalds blöðum komið út, en það er hálfs-mánaðar-tímaritið-Vitinn. Þið getið lesið helsta skúbbið hér
Fyrir ykkur sem neitið að lesa Vitann af tískusjónarmiðum, ætla ég að gefa ykkur tvö auglýsingadæmi. Það fyrra er frá Halldórskaffi og er ég aðeins svekktur að missa af pizzukvöldinu í gær en svona er auglýsingin:
Halldórskaffi
auglýsir opnunartíma yfir bænadaga og páska
auglýsir opnunartíma yfir bænadaga og páska
Miðvikudaginn 4. apríl opnar Halldórskaffi kl. 22:30
Pizzukvöld, á Skírdag opnað kl. 18:00
Föstudagurinn langi lokað
Laugardagur opnað kl. 22:30
Lokað á páskadag og annan í páskum.
Pizzukvöld, á Skírdag opnað kl. 18:00
Föstudagurinn langi lokað
Laugardagur opnað kl. 22:30
Lokað á páskadag og annan í páskum.
Svo er hin auglýsingin frá Icelandair eða Icelander hóteli. Þar finnst mér til eftirbreytni fyrir aðra verta landsins hvað næmnin er mikil þegar kemur að því að fara í buddu gestanna.Svona er hún :
Þrírétta máltíð hvers kvöld með kaffi er á kr. 4.200 - þannig að ekki ætti það nú að vera íþyngjandi - eða hvað??
Vinsamlegast pantið borð í tíma í síma 487 - 4900.
Starfsfólk Hótel Klausturs.
Vinsamlegast pantið borð í tíma í síma 487 - 4900.
Starfsfólk Hótel Klausturs.
Athugasemdir
Hmmm... Halldórskaffi. Hljómar.... spennó
Heiða B. Heiðars, 6.4.2007 kl. 23:28
Tómas! Þetta Vita-dæmi á eftir að drepa mig einhvern daginn. Ég er búin að liggja í hláturs-andnauð í hálftíma yfir auglýsingunni frá Icelander "Telinu" og gubbaði í framhaldi öllu X-Factor namminu á handunna austurlenska teppið sem er undir stofuborðinu. Ég reyndi að nudda það mesta úr en lakkrís-gubb er svakalega erfitt viðureignar og það svíður þegar það kemur útum nefið!
Rúnarsdóttir, 6.4.2007 kl. 23:42
Vitinn er gott blað, fyrir heimamenn. Ekki er hægt að ætlast til að Selfyssingar nái að fókusera á aðalatriðin.
HP Foss, 7.4.2007 kl. 08:48
Held samt að Halldór reki það ekki.
Æ-i já það er svo vont að gubba......en ótrúlega ósexý lýsing hjá þér.
Þú mátt ekki misskilja mig, ég les Vitann alltaf því hann er svo einlægur og skemmtilegur. Hann er tær og í auglýsingunum mátt þú segja hvað sem er. Þú þarft ekki að setja þig í stellingar til að lesa hann, því það stendur hvergi .......ismi (einhverskonar-ismi )
Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 10:22
Ef þú átt sexý lýsingu á gubbi í handraðanum þá bíð ég spennt ...
Rúnarsdóttir, 7.4.2007 kl. 13:28
Ég fór hægt en ákveðið inná wc.....horfði á settið, opnaði það og ég sá tært vatnið. Ég lagðist yfir það, opnaði munninn varlega og gubbaði ákveðið.
Það er þetta sem ég er að tala um.
Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 16:51
Djók ...
Rúnarsdóttir, 7.4.2007 kl. 18:36
Já ekki vera að mana mig í eitthvað svona.
Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.