8.4.2007 | 21:15
við hafið....eða inní skógi.
Fyrir nokkrum árum bjó ég í Nottingham á Englandi, þetta var í úthverfi, við mjög stóran skóg. Ég taldi mér og syni mínum trú um að þetta væri Hróar hattar skógurinn. Öll kvöld fór ég í gönguferð um svæðið og oftast rataði ég inní skóg. Lykt í skógi getur verið mjög sérstök og sérstaklega þegar búið er að rigna. Eitt kvöldið er ég var á göngu inní miðjum skógi sá ég tré sem mér fannst í fyrstu freistandi að setjast við og hvíla lúinn bein. En það hafði einhverjum öðrum fundist freistandi að kúka á sama stað. Þarna lá mannaskítur kylliflatur við tréið og þetta er sú alversta lykt sem ég hef fundið. Lyktin var verri en í fjörunni á Akranesi áður en skólplögnin var lengd þar.
Þessvegna spyr ég: Hverjum datt í hug að setja forest-fresh og ocean-fresh í allar klósettskálar. Þetta er blanda sem passar ekki saman. Já eða lemon-fresh, ég hef ekki getað drukkið herbalive sítrónutéið mitt síðan þeir byrjuðu á þessari vitleysu. Afhverju dettur engum í hug gasoline-fresh eða old-house-fresh...........það myndi virka fyrir mig.
Athugasemdir
Þú kemur mér ansi oft til að hlæja. Djö.. ertu sýrður ma'r.
Jóna Á. Gísladóttir, 8.4.2007 kl. 22:51
Já eða bara Clean Fresh; þrífa bara klósettið. Ég trúi því ekki að fólk haldi að eiturefnablönduð gervilykt sem freyðir eyði skít.
Sigrún Erla Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 22:58
skondin pæling, átti þá ekki Hróa Hattar búning?? þú getur brugðið á leik í Þrastarskógi
Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2007 kl. 23:23
Hvað varstu að gera í Nottingham? varstu í námi?
Þórður (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 11:24
Fór bara á Notts-County völlinn. Bjó þar í nokkra mán og borgin er frábær. Þar búa mun fleirri stelpur en strákar, mikil háskólaborg og aðal lyfjaframleiðsla breta fer þar fram.
Takk fyrir að segja ég sé sýrður.
Nei því trúi ég ekki heldur.
Sömuleiðis vinur minn.
Nei klikkaði á Hróar búning, það væri gaman og yrði örugglega mikið aðdráttarafl á ferðamenn að sjá mig hlaupandi um skóginn.
Tómas Þóroddsson, 9.4.2007 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.