Tilraun nr 4

 

Vegna færslu minnar í gær um ungar konur, er rétt að láta ykkur vita að hún var uppspuni.  Ég var einungis að gera tilraun á mismunandi lesendahópum.  Ellý Ármanns var með sömu hálvita pælingar um daginn gagnvart strákum.  Hún fekk næstum engin viðbrögð, þrátt fyrir að vera með eina af mest lesnu síðum í blogginu.  Eg fekk mikil viðbrögð þrátt fyrir að vera lesinn fjórum sinnum minna en Ellý.  Þetta segir okkur að lesendahópur minn er greindari, meðvitaðari, næmnari og að öllu leiti betra fólk.  Aðstoðarmaður minn fékk líka í sínum niðurstöðum, að minn lesendahópur væri fallegri.  Ég á reyndar eftir að fá nánari útskýringu á þeim hluta tilraunarinnar. 

En hér kemur það sem Ellý sagði:

"Hvorki nefhár, eyrnahár, andremma, getuleysi né of stór kærleiksvöðvi*," svaraði góð vinkona mín þegar hún útskýrði fyrir mér af hverju í ósköpunum hún ákvað að trúlofast manni sem er tólf árum yngri en hún. Umrædd vinkona er ein af mörgum sem vilja ólmar fá unga íslenska menn inn á listann. "Komdu með tillögu!" sagði ég og beið eftir að hún kæmi með eitthvað virkilega bitastætt. Hún byrjaði að telja upp nokkra unga fola eins og hún kallar þá. Fyrstan nefndi hún Eið Smára, Halfdán hennar Völu Matt, Sveppa, söngvarann í Jeff who?, Audda, Færeyinginn í Xfactor, rauðhærða fréttamanninn með gleraugun á Stöð  2 og þar með var hennar folalisti tæmdur. Spurning hvað stelpurnar segja á morgun... 

* Kærleiksvöðvi = maginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Las einhversstaðar að "kærleiksvöðvinn hennar Ellýar" væri sumstaðar kallaður "barnasmiður" (fyrirgefið meðan ég æli vegna væminna nafna á magavöðvum karlmanna).  Ég hélt reyndar aldrei í alvörunni að þetta væri sönn saga, þú ert svo lyginn Tommi.  Annars var þetta ágætis mótvægi við þessar hundleiðinlegu og yfirborðskenndu umfjallanir Elýar um þennan hóp karlmanna sem henni finnst greinilega í spunnið.

Þú ættir að sjá barnasmiðinn á mínum manni

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.4.2007 kl. 17:13

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá  hvað ég er sammála Jenný vinkonu minni, kíkti inn á þetta blogg Ellýar þar sem hún virtist svo vinsæl, og varð bara fyrir vonbrigðum eða þannig, hún má náttl. skrifa það sem hún vill, en ég veit bara núna að ég þarf ekki að lesa það. Ég gat reyndar ekki staðist það að skrifa inn komment hjá henni  "ertu með karlmenn á heilanum" en ég skammaðist mín svo mikið að ég hafði áhyggjur alveg í tvo tíma á eftir, en ég var ekkert skömmuð.  En mundu það Tommi minn að konur mega setja ýmislegt út á karlmenn, sem karlmönnum leyfist ALLS EKKI, finnst þér þétta réttlátt??  ekki mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.4.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Snilld hjá þér. Þér er ekki alls varnað, þó þú sért Samfylkingarmaður.

Ingvar Valgeirsson, 10.4.2007 kl. 18:43

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

barnasmiðinn...ég skil þetta ekki einu sinni.

Þær geta sagt meira, já.

Takk Ingvar.....

Sömuleiðis Valli, hafðu það gott.

Samt Dúa, þetta var tilraun nr 4. takk.

Tómas Þóroddsson, 11.4.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband