11.4.2007 | 23:40
Ekki bara pólitík.
Hann var nokkuð góður þátturinn frá Selfossi í dag, þar sem efstu menn framboðana í Suðurkjördæmi tókust á. Margir bloggarar eru búnir að tjá sig um þáttinn og flestir sammála um að Björgvin hafi verið bestur, mæli með þessari síðu.
Það er alltaf gaman þegar einhver linkar á mann, helst vill maður borga í sama. Stundum er það þannig að maður finnur aldrei tækifæri til að gera það. En núna þurfti ég ekki að bíða nema í sólahring. Þá var Heiða búinn að skrifa það sem ég hugsa .toppið það skrifið þið núna hvað ég er að hugsa!!!
En aftur að þættinum, það voru nokkur atrið sem ég skildi ekki.
Guðni var alltaf gólandi þetta eru sósilistar mér skildist á málrómnum (sem er nú alltaf keimlíkur málrómi hans sjálfs) að hann væri að hræða kjósendur. En Guðni kjósendur eru hræddastir við framsókn.
Atli vg varð eins og kría á svipinn þegar hann var spurður hvernig ríkisstjórn hann vildi.
Ásta Islandshreyfingaflokkur veifaði sjálfri sér til að undirstrika að hún væri kona. Hver verður fyrst kvenna til að veifa brjóstunum til að sýna að hún sé kona?
Menn innan Sjálfstæðisflokksins velta því nú fyrir sér afhverju þeir mælast ekki hærri í suðri. Þeir mælast með svipað fylgi og í síðustu kosningum, en þá var klofningsframboð sem tók nokkur hundruð atkvæði og var því kennt um lítið fylgi. Nú skilst mér að þeir leiti sér nær.
Athugasemdir
Tommi minn...verður að gera þér grein fyrir því að hugsanalestur er sérgáfa og fáum gefin! En ekki að ræða það að ég skrifi þetta dónalega krapp sem þú ert að hugsa núna!!
Heiða B. Heiðars, 12.4.2007 kl. 00:05
Hann Atli er flottur. Einn af öflugustu karfemmum hér á landi. Hann varð ekkert kríulegur í framan. Hann brosti til Björgvins og dinglaði augnhárunum
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 01:26
karlfemmum meina ég
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 01:27
Málið er nú einfaldlega það að Ingibjörg Sólrún hitti naglann furðu vel á höfuðið þegar hún sagði að kjósendur treystu ekki þingflokki Samfylkingarinnar. Annars fannst mér gaman hversu kindarlegir menn urðu, og þá sérstaklega Atli, þegar Sigmundur spurði hvers vegna VG hamraði á Framsókn en sleikti Sjálfstæðisflokkinn á alla kanta. Síðan voruð þið heppnir að ekki var farið djúpt í landbúnaðarstefnuna ykkar. Sennilega hefðuð þig sigið meira niður ef það hefði verið gert.
Jónas Yngvi Ásgrímsson, 12.4.2007 kl. 10:41
Þeir sem þarf virkilega að skammast sín fyrir landbúnaðarstefnu eru stjórnarflokkarnir og þá sérstaklega Framsóknarflokkurinn
Heiða B. Heiðars, 12.4.2007 kl. 10:54
Já þetta er sanngjarnt. End of story. Ekki tala svona Bóbó, þá fer ég að skæla bara.
Rúnarsdóttir, 12.4.2007 kl. 12:54
Heiða: takk fyrir að vernda lesendur.
Dúa: Hér er allt fullt að íhaldi og íhöldum.
Jenný: Atli, gay-femmi.
Valgeir: Nú er allt á uppleið, flott könnun í gær.
Jónas: Við erum ekki að ganga hring í kringum landið og ræna landi af bændum. Það er framsókn.
Björgvin: Margir bændur eru fastir í einhverju styrkjakerfi. Svo eru það þeir sem eru nýkomnir inní greinina, þeir eru svo skuldsettir vegna kvóta kaupa að þeir geta sig ekki hreyft.
Ágústa: Það þýðir ekki að segja eins og Guðni "Ísland er fallegt" "við eigum bestu landbúnaðarvöru í heimi" það er enginn að segja neitt annað.
Björgvin: Alveg er ég sammála þér með Björgvin.....humm....
Tómas Þóroddsson, 12.4.2007 kl. 17:05
Grétar Mar talaði allavega mest og er hann þá kannski best.
Eyrbekk (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 18:11
Nei Grétar Mar var of æstur, en ótrúlega fitt.
Tómas Þóroddsson, 12.4.2007 kl. 18:39
Hehe... ég ætla nú ekki að hreinsa út bloggvinina svona rétt fyrir kosningar
Heiða B. Heiðars, 12.4.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.