12.4.2007 | 23:09
mótandi
Stundum héf ég spáð í orsök og afleiðingu, fæstir íslendingar gera sér grein fyrir því, að hveri orsök fylgir afleiðing . Ég átti yndisleg unglingsár á Selfossi. Fór í gegnum break- og Pálma-Gunnars-tímabil á forunglingsárunum, eins og flestir unglingar gera enn í dag. Þegar ég var 12-13 ára fannst mér töff að syngja ástin er eins og sinueldur, ástin er segulstál og óhræddur gekk ég inní stofu 11 í gagnfræðaskólanum og lærði að break-a. Kennarinn var Siggi Break, hann var fínn, þó ég hafi ekki náð tökum á þyrlunni, held það skrifist frekar á kjarkleysi mitt en lélega kennslu. Ormurinn og moon-walk voru eins og sniðin fyrir mig, fékk að liðast áfram í einhverskonar sýruvímu.
En ég þroskaðist nú upp úr þessari vitleysu og tók ekki þátt í þeirri róttæku hugmynd nokkura Selfyssinga að krefjast þess að Í.S.Í beitti sér fyrir því að breakdans yrði viðurkennd keppnisgrein á ólympíu-leikum.Þegar ég var orðinn 14-16 ára og hættur að dansa,( því sá sem kann að break-a fer ekki niður á það súra plan, að dansa aðra dansa ) reyndi ég að fá krakkana í skólanum til að tala á bekkjarkvöldum og á fimmtudagsdiskói, ekki bara horfa útí loftið og dansa eins og kjánar. Það tókst ekki vel, en í eðlilegu framhald á þessum kvöldum eignaðist ég leiðtoga lífs míns. Ég vissi að svona vildi ég vera, ég hlustaði á allt sem hann hafði að segja. Ég reyndi að læra allar hans hreyfingar og á gaggó-árunum var hver einasta hreyfing mín út hugsuð. Hver hreyfing eins og hjá honum. Ég man þegar stelpa sem ég var skotin í sagði að ég væri svo líkur honum. Ég man ekki alveg hvort það var áður en ég fór að einbeita mér að lærðri hegðun hans, eða eftir á. En það er ótrúlega margt sem þessi maður hefur afrekað. Þetta er maðurinn sem fann upp hringskegg, svona eins og allir dyraverðir ganga með á sér í dag. Þetta er maðurinn sem mótaði mig áður en hann fékk sér hringskegg. Læriföður minn. Þessi maður var alltaf tilbúinn að gefa af sér, fyrir mig. Ég var nú svo heppinn áðan að finna lítið myndbrot með honum á netinu. Skoðið hér.
En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Hann kom út úr skápnum á sóðalegu klósetti í almenningsgarði í L.A. Eins og það hefði ekki verið nóg, þá heyrði ég viðtal við Pál Óskar þar sem hann sagði þeir sem ekki þetta sáu, eru nú bara í afneitun við þig Páll Óskar vill ég segja: Þú ert nú bara hommi.
Auðvitað hefði ég átt að sjá þetta, hvað er þjónninn með mottuna og rauða klútinn um hálsinn að gera í myndbandinu?
Enn í dag fer ég ekki öðruvísi í sturtu en að setja hendur á hnakka og hreyfi axlinar rólega. Svört sólgleraugu eru staðalbúnaður hjá mér í sundi. En eitt hef ég aldrei heyrt almennilega. Hvað segir hann í restina (cool) (foul) eða bara svona típískt hljómsveita (úúúúúúu )
Atferlissálfræðingurinn minn sagði að auðvitað væri þetta töff að takast á við og ég yrði að fara aftur til for-unglingsárana. Svo nú er ég bara sauðslakur að fara setja kókosbollu á almenningssímann á bensínstöðinni.
Athugasemdir
Ég held að Palli hafi bara átt sér eina ósk og úr henni varð mikið bál þar sem hann sat við barinn í fjólublái ljósi. Sem sagt wishful thinking came true for Pál Óskar. Ef maður skoðað myndbandið þá er auðvitað ljóst (svona ca tveimur áratugum síðar) að á þessu tískutímabili voru allir hommalegir. Líka stelpurnar. Hommalegar greiðslur, homma-Speedo sundskýlur, hommalegar bleikar varir, homma-neon-grænar/bleikar grifflur, homma-fjaðra-eyrnalokkur í eintölu, homma-uppábrettingar á jökkum, homma-pastel-litar peysur kastað á kæruleysilegan homma-hátt yfir axlirnar. By the way: Ég hélt með Wham og er einlægur aðdáandi Páls Óskars.
Jóna Á. Gísladóttir, 13.4.2007 kl. 00:27
piff... Duran Duran! Wham var málið! Og ég fékk að upplifa æðið tvisvar. Tekur nefnilega eitt ár fyrir bresk bönd að slá í gegn í Ameríku og ég var þar ári eftir að æðið hérna heima. Aha Tommi... heyrirðu það! 2 skammtar af goðinu takk
Heiða B. Heiðars, 13.4.2007 kl. 01:18
Úff þessi tími var nú ansi skemmtilegur samt. Ég var einlægur Duran Duran aðdáandi
Sædís Ósk Harðardóttir, 13.4.2007 kl. 08:32
Björgvin: Fyrir tveimur árum hefði ég lokað á þig á þessu bloggi fyrir að segja Duran, en nú er ég að komast yfir þetta.
Jóna: Það er eins og þú hafir búið til myndbandið....þvílík athygglisgáfa. Öll atriðin talinn upp. Ég man bara eftir "sturtu cool..cool..cool" atriðinu í restina.
Heiða: Afhverju er maður ekki látinn vita að þetta sé hægt ? Svolítið eins og að vera kría, taka sólina í Ástralíu og svo bara fljúga á ísland og taka hana yfir björtustu.
Sædís: Skemmtilegur, en sem betur fer búinn.
Tómas Þóroddsson, 13.4.2007 kl. 10:35
Aumingja þið vesalings börnin. Í mínu ungdæmi var bítlað og stónsað. Reglur voru brotnar og samfélaginu sent fokkmerkið. Það var sko lífið
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.