ég er ekki femmi

 

Ég er ekki feministi.  Ég er jafnaðarmaður.  Ég er ekki sammála kynjakvótum.  Ég skil samt alveg fólk sem vill kynjakvóta, er orðið þreytt á ójafnrétti í þjóðfélaginu.  Ég held bara að aðrar leiðir séu betri.  Ég á mun fleirri stelpur en stráka.  Ég vill öllum mínum börnum alveg jafn vel.  

Mér var boðið á landsfund Samfylkingarinar í dag, að sjálfsögðu tók ég því.  Mér fannst mjög gaman þegar þrír foringjar jafnaðarmanna á norðurlöndunum stóðu uppá sviði,  allar stór glæsilegar og klárar konur.  Það að vera með ca 1400 manns á svona fundi og allir með sama markmiðið er ótrúlega góð tilfinning.  En þegar þær stóðu þarna og ræddu um hvernig þjóðfélag þær vildu fá, gerðist eitthvað hjá mér.  Ég vill í hjarta mínu að Ingibjörg Sólrún verði forsætisráðherra vegna þess að ég treysti henni best og líka vegna þess að hún er kona. Já, því hún er kona.  Ég vill samt ekki kynjakvóta og ég er ekki femmi.  Ég vona að þið skiljið hvað ég meina.  Ég vill að dætur mínar geti líka átt sér fyrimynd í stjórnmálamanni.  Þess vegna vill ég að hún verði forsætisráðherra, vegna þess að hún er kona og vegna þess að hún hefur skýrustu myndina um jöfnuð og frelsi einstaklingsins.


mbl.is „Það þarf konu til að koma jafnaðarmannastjórn að völdum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Orðið "feministi" er ekki skammaryrði. Og samkvæmt þessum pistli ertu feministi og ættir að vera glaður með það

Heiða B. Heiðars, 13.4.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála Heiðu þú ert feministi karlinn.  Takk fyrir pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 00:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gæti ekki verið meira ósammála, en svona er þetta bara.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.4.2007 kl. 00:20

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Femínisti sem líkist George Michael og faðmar bloggvini á götuhornum ... næs pakki hjá þér Tommi.

Rúnarsdóttir, 14.4.2007 kl. 00:48

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hvernig strokar maður pistlana út ?

Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 00:54

6 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Takkafatlaðir gera það bara með strokleðri.... verða allir búnir að sjá hvað þú ert mjúkur áður en það tekst

Heiða B. Heiðars, 14.4.2007 kl. 01:04

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég er karlremba og er löngu hættur að skammast mín fyrir það.  En ég hef ekkert á móti því að konur mennti sig.  Menntuð kona er mun líklegri til að geta haldið uppi vitibornum samræðum en sú ómenntaða.  Nú má ekki misskilja mig.  Konur tala of mikið og mættu gera minna af því.  Bla, bla, bla um allt og ekki neitt.

Björn Heiðdal, 14.4.2007 kl. 02:25

8 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég held samt ekki að ég sé femmi. Held þetta sé frekar hluti af jafnaðarmannastefnu minni, held það sé gott fyrir þjóðina ef kona verður forsætisráðherra.

Annars finnst mér Feministmi ekki skammaryrði, femmar eru bara of róttækir fyrir minn smekk. Ég held að aðrar leiðir séu betri að jafnrétti.

Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 10:36

9 Smámynd: Guðfinnur Sveinsson

Voðalega er ég þér sammála með að ég vilji sjá ISG sem næsta forsætisráðherra! Aldrei hefur kona verið forsætisráðherra, og er ekki kominn tími til? Bæði myndi það hvetja aðrar konur til dáða - fyrir utan það hveru góður stjórnmálamaður og stjórnandi hún er.

Kv,

Guffi 

Guðfinnur Sveinsson, 16.4.2007 kl. 01:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband