Davíð veit

 

Sennilega er þetta rétt sem Davíð Oddsson sagði þegar kvennaathvarfið  og hjálparstofnun kirkjunnar voru að benda á að alltaf þyrftu fleirri og fleirri á aðstoð að halda yfir hátíðinar. En Davíð sagði eftirminnilega "Þar sem er ókeypis matur, þar er röð"

 Sjá hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Það var sýnd heimildarmynd hér um árið um gamla fátæka konu sem var líka öryrki.  Hún kvartaði yfir því að þurfa að borða afganga og ætti aldrei neinn pening.  Í þessari mynd var talað við son hennar, tvær dætur sem voru líka fátækir öryrkjar en síðan var alltaf einhver kall heima hjá kerlu sem engin skýring fékkst á.

Það vill svo skemmtilega til að þessi karl var húsvörður í blokkinni sem ég bjó í.  Hann var með vel yfir 200.000 kr. í tekjur.  Dóttir hans var líka í 8 tíma að þrífa blokkina en vann bara 4 tíma.  Hún fékk síðan bætur og vann svart annars staðar.

Þessi fjölskylda sem þurfti að fá gefins jólamat var með yfir 600,000 krónur í ráðstöfunartekjur á mánuði.  Eftir frumsýningu myndarinnar kom hver Samfylkingar þingmaðurinn upp í pontu á Alþingi og sagði að þetta væri gott dæmi um fátæktar stefnuna sem ríkisstjórn Íslands bæri ábyrgð á.

Algjört djók.

Björn Heiðdal, 15.4.2007 kl. 23:51

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einhvernveginn minnti mig að það hafi verið Pétur Blöndal eða Hannes Hólmstein. Hm...

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 00:05

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Og hvaða ályktun viltu nú Björn minn að við drögum af þessari sögu þinni um óheiðarlegu vinina þína?

Jón Þór Bjarnason, 16.4.2007 kl. 00:14

4 Smámynd: Björn Heiðdal

1) Þeir sem væla lítið hafa það líka skítt.

2) Stundum eiga stjórnmálamenn að þegja.

3) Ekki er allt satt og rétt sem sýnt er í sjónvarpinu.

4) Bland í poka fyrir afganginn.  Helst mikið hlaup.

Björn Heiðdal, 16.4.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband