16.4.2007 | 18:10
Ferming
Mér var boðið í fermingarveislu hjá frænda mínum um helgina, þáði það með þökkum, þrátt fyrir tíma- og peningaleysið. Sá í kirkjunni að hann var kominn yfir 180 cm á hæð og sá eini sem var með skegg. Ég þorði ekki að skamma pabba hans fyrir að raka hann ekki fyrir athöfn, veit reyndar að feðganir lesa bloggið og vonandi kunna þeir að skammast sín. Sá líka að hann var ófríðasta fermingarbarnið. Þessvegna hætti ég við að gefa honum dönsk-íslensku orðabókina sem mamma hans gaf mér í fermingjargjöf og var óopnuð.
Brunaði heim, strax að lokinni kirkju og náði í fermingarmynd af mér til að gefa honum. Náði að peppa frænda upp, sýndi honum að ég hefði nú verið svona ljótur á fermingardaginn en væri í dag eins og módel frá París. Á fermingarmyndinni minni er ég með alltof stórt nef, kinnbeinin búinn að stækka og með varir eins og Pamela Andersson, en augun alltof lítil. Mamma sagði réttilega að á myndinni héfði ég verið eins og blanda af Kjartani Gunnarssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og fóstri.
Athugasemdir
Þú ættir að sjá mína fermingarmynd. Skemmtilegur í gjöfunum karlinn
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 19:32
Af hverjum er þá myndin hérna á blogginu þínu?
Heiða B. Heiðars, 16.4.2007 kl. 19:46
Já það hefur verið það orð á mér, að fólk man hvað ég gef.
Myndin er af Parlesine sem leikur með AC Milan
Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 20:37
Hahahaha.... Kjartan Gunnars og fóstur í einu andliti....hahahaha... ég er að reyna að sjá þetta fyrir mér, en sú hug-sjón er hræðileg, þetta er einhverskonar Af-Styrmi....
Jón Þór Bjarnason, 16.4.2007 kl. 21:31
Heiða B. Heiðars, 16.4.2007 kl. 21:33
Múhahahahahahahahaha
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.4.2007 kl. 21:42
Kraftaverkin gerast greinilega Tommi minn, miðað samanburðinn
Heiða Þórðar, 16.4.2007 kl. 21:51
@Jon Þór
Þorsteinn Gunnarsson, 16.4.2007 kl. 23:23
Þú ert nú sætur í dag Tommi
Ibba Sig., 17.4.2007 kl. 15:51
Það er greinilega ekki mömmu þinni að þakka að sjálfstraustið er í lagi hjá þér í dag.
Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2007 kl. 23:32
Æ-i takk öll bara, þið eruð frábær. Samt ekkert ofmetnast.
Tómas Þóroddsson, 18.4.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.