17.4.2007 | 08:44
N1
Eitthvað vaknaði ég nú öfugsnúinn í morgun, allt buggles-ið búið svo ég fór svangur í sturtu. Eg var nú snöggur að taka gleði mína á ný, frá kvöldinu áður, þegar ég kom fram í forstofu. Því í bréfalúguna var kominn vandaður bæklingur frá nýstofnuðu fyritæki sem heitir N1. Mikið af frábæru lesefni í þessum vandaða bæklingu frá þessu nýstofnaða, kraftmikla fyritæki. Já þetta lofar góðu, þeir ætla að selja olíu í samkeppni við gömlu olíufélöginn og óska ég þessu glæsilega fyritæki farsældar. Vill ég jafnframt hvetja landsmenn til að versla þar því ekki stendur á tilboðunum.Þar er t.d. á bls 7 tilboð sem samanstendur af tveimur kortum og er gefið 1 kr í afslátt og svo tveir punktar. Svo er 1% afsláttur af matvöru í formi punkta. Svo er greiðslulykill og yfirlit á netinu.
Já það er ekki af þeim skafið hjá N1.
Samt leið mér aðeins eins og ég hafi vaknað upp árið 1936, það er verið að bjóða mér fock-ings 1 kr í afslátt.
Athugasemdir
Þeir eru rosalega rausnarlegir hjá N1. Góður pistill að venju.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 09:39
Já þeir virðast ekki hafa verið að rokka þegar þeir fóru í þessa pr aðgerðina
Þorsteinn Gunnarsson, 17.4.2007 kl. 10:48
Ég fékk nú samt fríkeypis nammi þegar vinur minn tók bensín hjá þeim í gær. En samt asnalegt, að bjóða heilan krónkall í afslátt. Enda eru þeir rauðir á litinn, eins og...
Ingvar Valgeirsson, 17.4.2007 kl. 12:46
Við eigum ekki að kaupa neitt í þessum helv. sjoppum. Bensínið hjá Atlantsolíu og matinn í kaupfélaginu.
HP Foss, 17.4.2007 kl. 14:03
Ég lít einstaka sinnum hérna inn, ætlaði bara að athuga hvað þú hefðir að segja eftir landsfundinn, gaman að sjá hvað þú ert sár að hafa ekki verið boðinn á landsfund sjálfstæðismanna, þú talar allavega ekkert um þing þíns "frábæra" flokks, það eina sem þú talar um og hefur "áhyggjur" af er landsfundur sjálfstæðisflokksins, ég get svo svarið það að Ingibjörg Sólrún ykkar yndislega leiðinlegi leiðtogi fengi ekki 95,8% atkvæða í formannskjör. Þú hefðir kannski átt að kíkja með Helga Hjörvari og konu á Broadway á laugardaginn!
ónefnd (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 14:53
Tommi minn á ekki bara að fá sér DVD?? annars væri nú slæmt ef N4 næðu að hanka N1 þar sem þeir telja þá of líka sér, þá fer nú ýmislegt í súginn af pr efni sem þeir eru greinilega búnir að láta útbúa strax
Ásdís Sigurðardóttir, 17.4.2007 kl. 15:13
ertu ekkert að djóka með þetta? Verð samt að spyrja: borðar þú bugles í morgunmat? með mjólk? sykri? eða með ídýfu?
Jóna Á. Gísladóttir, 17.4.2007 kl. 18:09
Ég sakna esso!
Arnfinnur Bragason, 17.4.2007 kl. 18:21
Daginn sem ég sakna vörumerkis verður dagurinn sem líf mitt verður tekið til endurskoðunnar
Heiða B. Heiðars, 17.4.2007 kl. 19:00
Daginn sem ég sakna vörumerkis verður dagurinn sem líf mitt verður tekið til endurskoðunnar
Heiða B. Heiðars, 17.4.2007 kl. 19:00
jájájá... ég veit! tvisvar er flottara en einu sinni!
Heiða B. Heiðars, 17.4.2007 kl. 19:01
jájájá... ég veit! tvisvar er flottara en einu sinni!
Heiða B. Heiðars, 17.4.2007 kl. 19:11
Tommi!!! Lagaðu þetta! Ég veit að þér finnst frábært þegar ég kommenta hjá þér.... en að tvöfalda allt sem ég segi er of langt gengið
Heiða B. Heiðars, 17.4.2007 kl. 19:13
Enn ein "nýjungin"... enn einn staðurinn... enn einn samruni
Enn eitt fyrirtæki sem stelur lógói, N1 rændi logói sjónvarps Norðurlands, N4. Skamm.
Annars áhugavert að þekkja til manns sem borðar Bugles í morgunmat. Right.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 17.4.2007 kl. 19:13
Margur hefur gefið minna og séð eftir því ekki satt ?? En þetta er góð breytni frá samráði hérna um árið. Samt fynnst mér nýja nafnið bara gott
Halldór Borgþórsson, 17.4.2007 kl. 21:28
Svona bæklingur er ekki ókeypis. Ein króna er því góður díll.
Björn Heiðdal, 17.4.2007 kl. 22:22
Bæklingurinn fór lóðbeint í ruslatunnuna hjá mér...ólesinn.
Brynja Hjaltadóttir, 17.4.2007 kl. 23:27
Jenný.Takk.
Ingvar. ........Samfó sem veit að engin hádegismatur, né nokkuð sælgæti er ókeypis.
HP Foss. Annars má ekki gleyma Shell, æ-i þau eru eitthvað svo krúttleg Kristinn og Sólveig.
ónefnd. Takk fyrir að kíkja einstaka sinnum hingað. Var kominn yfir svekkelsið og sárt að þú skulir vera að tala um þetta og það fyrir framan alla.......aðeins að passa sig.
Ásdís.DVD ?
Jóna.Bugles með mjólk, ekki sykur......hugsa um hollustuna.
Heiða.Róóóóóóóleg
Er ég eini hérna sem borða bugles í morgunmat?
Björgvin.Það var verið að reka mig út af bensínstöðinni.
Halldór.Samt eins og það verði það ekki á morgun.
Jóna.Vertu þakklát.
Björn.já ef árið væri 1936 og vikulaun verkamanns væru 10 kr.
Brynja.Afhverju gafstu ekki einhverjum hann?
Tómas Þóroddsson, 18.4.2007 kl. 00:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.