Allt fram til glötunar

 

Ekki hefur verið um neitt annað rætt undanfarið en hvernig Elly tók toppsætið af Sigmari.  Hún gerði það í nettum Kristján-heiti-ég-Ólafsson stíl, klúrin á köflum en samt aldrei klámfengin.  Hún hefur fetað þessa hárfínu erótík-línu af einskæri kvennlegri næmni.  Oft hefur mér fundist hún fara yfir strikið, en viðmælendur mínir eru mér aldrei sammála og ætla ég að virða þeirra sjónarmið því flestir eru þeir yngri en ég.  Þessi leið á toppin hefur í aldana rás verið umdeild, en ekki skal ég dæma fyrir aðra hvort hún sé rétt eða röng.  Ég héfi í skrifum mínum reynt að gæta hófs og ekki tekið afgerandi skoðanir á viðkvæmum málum.  Mun ég halda því áfram þrátt fyrir að sum skrifin hér séu fyrir neðan allar hellur. 

Mér fannst það meira en dálítið sjokkerandi þegar ég sá að sú vandaða kona Ólína Þorvarðardóttir ætlar að detta í þann fúla pitt sem erótíkin allt leiðir.  Nú er hún farin að skrifa á sömu nótum og Elly hefur gert til að fullnægja sinni hégómagirnd.  Ég einfaldlega treysti mér ekki til að lesa lengra, en fyrirsögnina hjá Ólínu.  Hún hljóðar svona "þau náðu mér á náttkjólnum" og held ég að lesendur geti verið mér sammála um að þessi saga leiðir lesendur í heim hennar viltustu drauma.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ólína og náttkjólar í sömu setningu freista mín ekkert... ertu til í að finna einhvern bloggara sem náðist á boxer? 

Heiða B. Heiðars, 28.4.2007 kl. 00:25

2 identicon

Sammála þér að það virðist vera að á flestum sviðum sé brugðið á það ráð að ná sér í athygli út á erótík. Það var þó eitt í kvöld sem toppaði bæði Ellý og Ólínu. Myndband með söngkonu í Júróvision-keppninni sem syngur óperuaríu í miðju lagi meðan hún leikur sér í bólinu með einhverjum ungum manni. Meira að segja gamla góða júró sleppur ekki! Velti fyrir mér hvernig hún ætlar að gera þetta live í Helsinki??? 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 01:07

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er náttl. eldri en þú gamli minn og ég nenni ekki að lesa bloggin hennar Ellýar.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 01:09

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi stelpur karlar eru flottastir í fötum, helst svona wash and wear átfitti.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2007 kl. 01:18

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

...það fer nú eftir því hvar maðurinn er staddur!

Heiða B. Heiðars, 28.4.2007 kl. 01:20

6 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Af því að ég fer aldrei troðnar slóðir og þykir með eindæmum furðuleg þá bæti ég gráu ofaná svart og segi að mér þykir karlmenn langmest sjarmerandi í vinnugöllunum, úfnir og skítugir upp fyrir haus.

Anna, ég var einmitt að spá í hvernig þetta Júróvisijon-óperulag  yrði "live"?! Það verður forvitnilegt. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.4.2007 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband