Hversu langt er hægt að fara?

 

Mér finnst alltaf gaman að heyra Gunnar í krossinum staðfesta tilvist guðs með sinni sannfæringu og vitna í biblíuna.  Trú hans er svo mikil, að alla gagnrýni vantar hjá honum og sér hann ekki að það er kjarni málsins, að yfirleitt trúir sá sem hann deilir við, ekki á biblíuna.  Það er því hálf marklaust að segja "Það stendur í hinni heilögu ritningu, svo lítið þýðir að deila um það, félagi" og halda að sigur andans sé innan seilingar.

Gunnar í krossinum má nú eiga það að hann vitnar þó í biblíuna máli sínu til stuðnings.  Nú hefur einn trúarhópur gengið skrefi lengra og vitnar óhræddur í fyrri trúarjátningar sínar, máli sínu til stuðnings.

 

"En þar að auki hljóta að verða uppi spurningar um hversu traustur samstarfsaðili Samfylkingin væri. Hér í Reykjavíkurbréfi hefur því verið haldið fram á undanförnum vikum, að í forystusveit Samfylkingar logi allt í illdeilum. Kjarni þeirra deilna eru auðvitað átökin á milli Ingibjargar Sólrúnar og Össurar Skarphéðinssonar. Það er barnaskapur að halda að þeim sé lokið. Fari kosningarnar á þann veg, sem kannanir benda til, getur Össur Skarphéðinsson sagt með rökum, að formannsskiptin í flokknum hafi verið mikil mistök."

 

Þetta er náttúrulega ekki í lagi.  Þarna er morgunblaðið að vitna í morgunblaðið, máli sínu til stuðnings. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Snilld

Heiða Þórðar, 29.4.2007 kl. 23:47

2 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

...enda voru það hægrimenn sem tróðu ríki og kirkju undir sömu sæng á sínum tíma. Aðferðafræðin er óneitanlega keimlík.

Laufey Ólafsdóttir, 29.4.2007 kl. 23:52

3 identicon

Ef þetta væri ritgerðasmíð í skóla myndi ritstjórinn líklega ekki skora hátt á liðnum „úrvinnsla heimilda“

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 00:02

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Krúttlegt hvað þeir taka mikið mark á sjálfum sér, vegur aðeins upp á móti því hvað ég tek lítið mark á þeim

Heiða B. Heiðars, 30.4.2007 kl. 11:43

5 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Mogginn: hefur þú heyrt eitthvað nýtt af mér í fréttunum??   Mogginn:  nei ekkert; enþú af mér??

Pálmi Gunnarsson, 30.4.2007 kl. 16:04

6 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Er þetta ekki eins og að tala við sjálfan sig, og það sem geðveikara er, svara svo sjálfum sér.  Sálfræðingur nokkur sagði að það væri í góðu lagi að tala við sjálfan sig, en þegar maður væri farinn að svara sjálfum sér, þá skyldi maður fara að hafa áhyggjur.  

En annar sagði að þannig fengi maður gáfulegustu svörin.   

Magnús Vignir Árnason, 30.4.2007 kl. 20:15

7 Smámynd: Björn Heiðdal

Við Gunnar þekkjumst ágætlega en ég keyrði einu sinni framhjá honum.  Síðan höldum við báðir að við gerum þjóðfélaginu mikið gagn.  Séum nánast ómissandi og án okkar væri voðinn vís.  En svona hugsa víst fleiri sjálfstæðir menn.

Björn Heiðdal, 30.4.2007 kl. 23:47

8 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Heiða.takk

Laufey. sammála

Anna. já, heimild.....ég...ÉG og Styrmir

Gunnar. Já og ótrúlega oft sem það tekst. Þjóðin gleypir moggan eins og sússí með kaffinu.

Heiða. Já kannski leitar þetta allt jafnvægis, eins og náttúran

Palli. neibb

Pálmi. já moggin aðeins að bíta í skottið á sér 

Vignir. æ-i það er gott að tala við sig

Jóna.sammála með Gunnar. en þú skilur með moggan.kemur með dylgjur og vitnar svo í sínar dylgjur seinna.

Björn.hæfilega steikt coment hjá þér 

Tómas Þóroddsson, 1.5.2007 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband