Óli og Sísi

 

Dóttir mín er að læra að lesa. Hún byrjar í skóla í haust og er núna að lesa um Óla og Sísi.  Hún hikaði aðeins við "Sísi sá ís" fannst furðulegt að sjá ís án þess að borða hann.

Sonur minn, sem búinn er að læra lesa fyrir nokkru síðan fannst skiptingin fyndin hjá þeim Óla og Sísí "Óli á síma og úr" cool, "Sísi á ól og ás"  furðulegt........hei krakkar ég á ás!! ...áttu ás?....ok förum þá að leika með hann.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Eru þetta gamlar bækur?!? Af hverju fær Ása bara einhvern ás og ól en óli síma OG úr? Misskiptingu má finna víða...

Annars er voða fínt að fá ás.. t.d. þegar maður er að spila vist eða er einn af mörgum vinningshöfum í Bingó og þarf að draga til að fá vinning. 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 1.5.2007 kl. 22:40

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Skrýtið að feministar séu ekki löngu risnir upp og búnir að heimta nýtt lesefni fyrir þau yngstu. Þetta er náttúrlega gróft kynjamisrétti. Ný lestrarbók gæti hljóðað einhvern vegin svona: Ása á nokia síma og Makka Óli á Siemsen síma og Pésé

Jóna Á. Gísladóttir, 1.5.2007 kl. 23:07

3 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

 Ef þetta hefðu verið alvöru bókmenntir hefði staðið: Sigríður horfði girndaraugum á ísinn..

Stóð ekkert í bókinni hvað þau voru gömul, Óli og/eða Sísí, því þá gætu þau alveg eins verið fólk á leið á elliheimili og þetta það eina sem þau gátu haft með sér.. Ætli síminn hafi þá ekki verið rifinn af aumingjans Óla líka.. þá situr hann bara og starir á úrið sitt

Þá er nú betra að vera Sísí sem fær að halda bæði ásnum og ólinni

By the way það var engin Ása, heldur Sísí..

Guðríður Pétursdóttir, 1.5.2007 kl. 23:58

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Litla gula hænan var fín. Af hverju þarf alltaf að breyta breytinganna vegna? Ég keyrði Tryggvagötuna áðan. Síðast þegar ég vissi voru hús beint á móti Tryggvagarði. Og hvað er þetta með götur eins og Foladahóla? Síðast þegar ég vissi var þetta "móinn". Hættið að breyta goddamitt! Maður bregður sé af bæ í nokkur ár og fólk eins og Sísí og Óli eru farin að tröllríða húsum eins og þau hafi aldrei gert annað. Ég þoli þetta ekki ...

Rúnarsdóttir, 2.5.2007 kl. 01:32

5 identicon

Ég dáist alltaf mest að aðlögunarhæfni barnanna að láta þennan úrelta texta yfir sig ganga, ár eftir ár. Svo horfa þau bara á kennarann og hugsa: Æ, honum/henni er vorkunn, veit ekki betur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 01:43

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna...

Sama sagan endalaust. Ég man annars eftir þessari bók. Mjög vafasöm en gerir sitt gagn. Mín eldri er a.m.k. læs eftir þetta allt saman og ekkert mjög andlega sködduð af inntaki textans. Kannski það sé meira að þakka uppeldi hjá öfgafemmu af verstu sort

Laufey Ólafsdóttir, 2.5.2007 kl. 01:45

7 identicon

 

Sísi segir s, s, s.
S, s segir Sísí
Kári segir K, k, k,
káfaðu' á mér Sísí.

Frændi (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 07:38

8 Smámynd: HP Foss

Lærisveinarnir spurðu : En hver er náungi minn? Þá kom dæmisagan um miskunsama Samverjann. Lýsingin á honum stemmir við Framsóknarmenn.

XB- Ekkert stopp.

HP Foss, 2.5.2007 kl. 10:53

9 Smámynd: HP Foss

En annað, í sambandi við færsluna þína, ömmu minni finnsta það bera vott um að við, ungu karlmennirnir í fjölskyldunni, eigum ekki nógu góðar konur, bara það að við skulum yfirleitt kunna að elda, skipta á krökkunum, o.s.frv. Hún segir," ja, það er ekki ónýtt fyrir þessar nútímakonur að eiga svona menn. Ég segi nú ekki meira"

Amma er best.

HP Foss, 2.5.2007 kl. 10:57

10 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Fanney. Já skiptingin ekki alveg í lagi þarna.

Jóna. Ekki láta Sóley Tómasdóttir vita af þessu...í guðana bænum, nenni ekki að eyða síðustu metrunum á kosningabaráttunni í kröfur um að breyta "Mús í húsi" bókinni.

Guðríður. Góð pæling...fínt að ímynda sér að þetta séu eldriborgarar.

Ágústa. Já þetta folaldasnitselhólar er töff. En það byrjaði ekki mjög vel þetta hólahverfi á Selfossi. Þarf sér færslu.

Anna. Já hvað er málið...þetta er kannski hluti af virðingaleysi nemenda við kennara.

Laufey. Hún fékk nál, en hann fékk bók með Tinna

Frændi. mjög gott.....ertu frændi minn?

Hp.foss. Halldór Ásgrímsson??

Hp.foss. Loksins erum við sammála.

Tómas Þóroddsson, 2.5.2007 kl. 11:56

11 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Mér finnst athugasemdin hjá Önnu æðisleg... ég held ég hafi ekki hugsað svona, en það má þó vera. Var maður ekki bara yfirhöfuð heví ánægður með að geta lesið eitthvað útúr táknunum? :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 2.5.2007 kl. 14:28

12 Smámynd: Janus

Sísí og Óli er þó skárra en....

m, m, m,

ma, ma, ma,

mamma, mamma!!!!

Janus, 2.5.2007 kl. 20:32

13 Smámynd: GK

Það væri mun perralegra ef Sísí ætti ól og lás. Það væri sko eitthvað fyrir nafna minn í Byrginu.

GK, 2.5.2007 kl. 20:43

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heiða B. Heiðars, 2.5.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband