3.5.2007 | 10:48
Götunafnanefnd
Eitt af vandamálunum sem fylgir því að borgir stækka er að finna götunöfn. Þegar Selfoss stækkaði var sótt hugmynd til Reykjarvíkur um að gera Hólahverfi. Fyrsta árið voru gerðar þrjár götur og þær skírðar Álfhólar, Tröllhólar og Dverghólar. Mér kom ekki dúr á auga næstu nætur eftir að ég sá hvað götunar myndu heita.
Sko það eru til dvergar............ en tröll og álfar eru bara í þjóðsögum.....þarf alltaf að vera gera grín af einhverjum? Hverju áttum við von á næst rauðhausahólum, átti að halda áfram að niðurlægja minnihlutahópa?
En ég má ekkert aumt sjá og sendi götu-nafna-nefnd bréf og fór fram á að nafninu yrði breytt á þeim forsendum að dvergar væru til, en ekki tröll og álfar. Ég fékk bréf til baka og ég beðin um að sanna tilvist dverga. Ég fór með dverg niður á bæjarskrifstofu og bað þá um að sanna tilvist álfa. Eitthvað fát kom á nefndarmenn og var humm-að í dágóða stund. Dvergurinn er en til skoðunar hjá nefndinni og götunar heita enn sínum nöfnum.
Fékk svo viku seinna mynd af fjármálaráðherra, en geri mér ekki fullkomna grein fyrir hvernig hann tengist þessu máli.
Athugasemdir
Ég er nú svo einföld og trúi öllu sem mér er sagt...en ekki fórstu með alvöru dverg á fund bæjarstjóra...er það?? Rauðhausahólar? Er það nokkuð verra en annað?
Rúna Guðfinnsdóttir, 3.5.2007 kl. 11:29
Múhahahahaha... Hefði klárlega vilja vera viðstödd þegar þú marseraðir með dverginn niður á bæjarskrifstofu. Næstu götur gætu jafnvel heitið Draugahólar, Ljóskuhólar, Glaumgosahólar, Skallahólar...
Á Akureyri er einmitt verið að finna slatta af götunöfnum á þessum síðustu og verstu fyrir Naustahverfið sem byggist hratt upp. Þar eru -tún áberandi og eru nokkur tún kennd við hestanöfn. Best finnst mér Þrumutún, en ég þekki mann sem heitir Þorlákur og á heima í Þrumutúni þrjú :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 3.5.2007 kl. 11:34
Nú ligg ég beinlínis í gólfi (!) einhverra hluta vegna, held að það sé af því að ég hlæ aðeins of mikið af pistlinum þínum aulinn þinn. Hm... forsetisráðherra - lepricorn hugs..hugs... Þrátt fyrir Mensuaðild þá er þetta eitthvað að væflast fyrir mér
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.5.2007 kl. 12:09
Hahahahahaha, snilld! Trúir þú á álfasögur? Er það ekki eitthvað tengt Þykkvabænum.....kannski einhver tenging þar?
Heimir Eyvindarson, 3.5.2007 kl. 12:13
Átt þú heima í Dverghólum Tommi?
Ehm... hvað ertu hár?
Heiða B. Heiðars, 3.5.2007 kl. 13:26
Las aftur yfir færsluna og gat ekki annað en hváð yfir þessu:
,,Eitt af vandamálunum sem fylgir því að borgir stækka er að finna götunöfn. Þegar Selfoss stækkaði..."
Er Selfoss nú orðin borg? Allt er nú hægt...
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 3.5.2007 kl. 14:44
lúmskur þessi.
Anna Einarsdóttir, 3.5.2007 kl. 16:42
Tommi þú ert asni það er endalaust hægt að hlæja að bullinu í þér. Kannski er það þá ég sem er asninn...
Jóna Á. Gísladóttir, 3.5.2007 kl. 18:17
ha ha ha góður, ertu búinn að endurskýra þína götu?
Sædís Ósk Harðardóttir, 3.5.2007 kl. 18:37
gott blogg
Guðrún, 3.5.2007 kl. 20:17
Á Selfossi þyrfti að vera hraðbraut í gegn fyrir þá sem vilja ekki lenda Selfyssingunum, leðurklæddum á átta sylendra station teppum. Tilbúnir að berja mann fyrir að vera þar.
Hættulegur staður, götunöfn eins og Berjanes væru við hæfi.
HP Foss, 3.5.2007 kl. 22:04
Skilurðu ekki Tommi, þú baðst þá um staðfestingu fyrir tilvist álfa.....og fékkst hana......eða allavega mynd af henni !
Eva Þorsteinsdóttir, 3.5.2007 kl. 22:17
Helgi minn, núna ertu ekki alveg að segja satt. Ég veit nú ekki betur en að stelpurnar á KFC Selfoss þekki þig í sjón og kalli alltaf þegar þú kemur í lúguna: "Þrír barbikjú bitar, tveir venjulegir, stór Pepsi og tissjú, hann er mættur þessi á Transporternum!"
Rúnarsdóttir, 3.5.2007 kl. 22:27
Þorsteinn Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 23:33
Tómas ég næ ekki andanum! Vitleysingur! Hvað hefði annars komið ef þú hefðir beðið um sönnun á tilvist trölla? Jú, ég veit... þetta er Bjarni Ben
Mig hefur annars alltaf langað að búa í Meyjarbarmi. Af hverju er ekki skemmtilegt fólk ráðið í þessar nefndir sem krefjast sköpunargáfu? Döööh, álfar á ferð?
Laufey Ólafsdóttir, 4.5.2007 kl. 00:18
Hehehhe. Ég náði að sjá þetta fyrir mér...missti mig af hlátri.
Eggert Hjelm Herbertsson, 4.5.2007 kl. 00:22
yndislegt
Heiða Þórðar, 4.5.2007 kl. 08:56
Mér líst best á þessa tillögu frá HP fossi: Hættulegur staður, götunöfn eins og Berjanes væru við hæfi.
Ibba Sig., 4.5.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.