flökkumenn

Sunnlendingar hafa hent gaman að því þegar flökkumenn koma í sveitina og fara á milli bæja. En það hafði ekki gerst um nokkurt skeið, fyrr en nú fyrir stuttu að hingað kom flökkumaðurinn nokkur að nafni Árni Mattisen og var með gamansögur, vísnasöng og steppdans, en fékk að launum að borða á sveitabæjum.  Var eftir því tekið að hann blandaði vatni í gosið sitt, helti mjólk á ísinn sinn og muldi smákökur á skyrið.  Einnig var haft orð á því að hann væri flóttalegur til augnana, eins og tamt er um flökkumenn.  Þegar Árni var spurður um ferðir sínar og hvert ferð væri heitið, snéri hann útúr fyrir verðandi sveitungum sínum og svaraði “leyfðu mér að komast að, tölunar eru vitlausar...gúgulígú”  Þótt mönnum þetta mjög fyndið í fyrstu og kölluðu hann Árni-gúgú, honum til mikilar ánægju.

   

Svo er snjó tók að létta og Árni var orðin allmikil byrði á bændum og ekkert farasnið virtist á honum fóru þeir að veita breytri hegðun hans athygli.  Árni Matt hegðaði sér eins og nafni hans Árni heitinn Johnsen sem hafði flakkað um sunnlensk héruð alla sína tíð, en hann var nú búið að hlekkja niður.

   

Árni heitin Johnsen fæddist í Vestmannaeyjum en kenndi sig ávalt við Þykkvabæjinn, eins og eitt hans frægast ljóð vísar í “þegar ég var pínulítill patti, var mamma vön að rugga mér í vöggu, í þeim gömlu, kartöflugörðunum heima. Það var í miðjum Þykkvabænum, svona einn komma sjö kílómetra frá sænum” þarna rifjar Árni, á tregafullan hátt upp æsku sína, kærleiksríkt samband við móður sína og þá djúpstæðu virðingu sem skáldið hefur fyrir fósturmold sinni. 

  Ekki var nóg með að flökkumaðurinn sagðist heita Árni og vera SEN, en ekki son, heldur var hann orðin mjög svo önugur.  Hann gerði orðið lítin greinarmun á sannleika og skröksögum sínum.  Uppá það síðasta sagðist Árni Matt hvergi annars staðar vilja búa en í Þykkvabænum (sjá hér) og gerðist síðan svo óforskammaður að segjast eiga lögheimilli á óíbúðarhæfu býli, til þess eins að fá ölmusu frá sveitinni.  Nú er þetta að sjálfsögðu ólöglegt, eins og segir í 1. grein laga um lögheimilli frá 1991 (sjá hér) og eru sveitungar hans ekki á eitt kosta sáttir með þennan mann sem virðist hafa verið sendur úr Hafnafirði.  Aðeins hefur borið á þeirri sögu að Árnanir séu einn og sami maðurinn, en ætla ég ekki leggja trúnað á það nema fá að sannreyna það fyrst og mun næsta tilraun mín snúast um það.  Það er samt ótrúleg tilviljun hvað margt er eins með þeim kumpánum og fóstbræðrum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Í boði Heiðu / Skessu .... Spurning hvor Árninn sé hver og hvort þetta sé í raun sami drengurinn ......

www.zordis.com, 6.5.2007 kl. 08:51

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góður! En fíla samt Árna ... annan þeirra. Gettu hvern?

Heiða Þórðar, 6.5.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Mér fannst þetta svo hrikalega fyndið að ég tók mér leyfi til að linka á þetta... verða bara allir að fá að hlægja með okkur

Heiða B. Heiðars, 6.5.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Einn komma sex minn kæri, ekki einn komma sjö.

Rúnarsdóttir, 6.5.2007 kl. 13:40

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Guðmundur. Takk

Zordís.Það er eitthvað sem segir mér að það geti verið.

Gunnar. Gaman að Jón skuli vera Árnason.

Heiða. takk, þú ert best.

Ágústa. Sandburðurinn er ótrúlegur á þessum slóðum.

Tómas Þóroddsson, 6.5.2007 kl. 14:13

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.5.2007 kl. 17:57

7 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Björgvin. alveg rétt...ég héf sennilega margt á samviskunni.Er sjálfur búinn að vera með lagið á heilanum. væri fínt ef þið mynduð vara við þessari síðu.

Jenný. Samt þetta er svona.

Tómas Þóroddsson, 6.5.2007 kl. 19:14

8 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Heiða Bergþóra. Johnsen???

Tómas Þóroddsson, 6.5.2007 kl. 19:15

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hefurðu talað við bókaútgefendur Tommi? Finnst þú ættir að fara að huga að útgáfu fljótlega.

Jóna Á. Gísladóttir, 6.5.2007 kl. 20:31

10 Smámynd: bara Maja...

Í boði Heiðu/Skessu  takk fyrir mig !

bara Maja..., 6.5.2007 kl. 21:52

11 Smámynd: HP Foss

Full mikill hroki fyrir mig.

HP Foss, 6.5.2007 kl. 22:02

12 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sammála! Árnarnir full hrokafullir

Heiða B. Heiðars, 6.5.2007 kl. 22:26

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Hvor Árninn er það, er það sami Árninn eða er það kannski enginn Árni? Er kannski Jónas Sen skildur þeim? Ég vildi ekki hafa neinn af þeim á mínu heimili En Tommi...þú ert frábær.

Rúna Guðfinnsdóttir, 7.5.2007 kl. 18:36

14 Smámynd: Tómas Þóroddsson

jóna. Takk, uppáhalds íslenskukennarinn minn sagði þetta líka....orðaði það samt aðeins öðruvísi.

Búkolla.Gaman að sjá þig.

Hp foss. Algjörlega sammála

Björgvin. Nú get ég ekki verið í keppni við Pálma lengur, þetta eru alltof margar tölur fyrir mig, verð ringlaður.

Rúna. Takk....kannski á maður bara að vera fegin að Árni flutti ekki lögheimilið heim til mín.

Tómas Þóroddsson, 7.5.2007 kl. 19:32

15 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gísli Björnsson. Það er eingöngu heimilt að hafa lögheimili þar sem föst búseta er – amk. sé gerð krafa um búsetu.  Það er ljóst að menn hafa ekki búsetu þar sem ekki er hægt að hafa búsetu, t.d. ef húsnæði er óíbúðarhæft – ég tala ekki um ef menn hafa hreinlega lýst því yfir að þeir séu ekki fluttir á staðinn eins og Árni hefur gert. 

Hann er því ekkert með neina tvöfalda búsetu sem stendur, þó að hann ætli að hafa hana kannski, jafnvel, aldrei að vita, einhvern tímann seinna.

Þú skilur, hann er að brjóta lög, hvað sem hver segir.  Brotið er ekki eins alvarlegt og hjá hinum Árnanum, en samt brot.

Ég veit ekki hvert við getum sent þennan reikning, tjekkaðu á Styrmi.

Tómas Þóroddsson, 7.5.2007 kl. 19:43

16 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Jú Árni er örugglega fínn, bara fyndið hjá honum að hafa Johnsen sem leiðtoga lífs sinns.  En túlkun þín á lögunum er tæknilega ekki alveg rétt. 

 Rétt hjá þér við skulum bara vera bloggvinir.  Líka rétt hjá þér, ég tilheyri skemmtilega armi Samfylkingarinnar.

Tómas Þóroddsson, 8.5.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband