Guðni í sérverkefnum

guðni

Hér er Guðni að fikta með atómsprengju, en þetta er hluti af nýsköpunarverkefni Framsóknarflokksins "uppbygging í Írak, ekkert stopp".  Ef vel er gáð er hægt að sjá á myndinni að hver taug hans er þanin vitneskju um að auknabliks kæruleysi getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar 

"miðtaugakerfið hans virðist ekki þola meira rask en lóusöng" sagði dr Aðalsteinn Þorbergsson sem hélt utan um verkefnið.

Þessi þrjú sem standa hjá í viðbragðsstöðu eru allt starfsmenn heilbrigðiskerfissins, tilbúin að grípa inní ef illa færi......en þess má geta að þau þrjú eru öll í fullkomnu jafnvægi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Það fer greinilega ekki vel í fólk að búa á Selfossi...  hvernig dettur þér þetta allt í hug?

En ég ætla ekki að kvarta... þetta bætir mig, hressir og kætir líkt og maltið hér í denn. 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.5.2007 kl. 09:54

2 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

..öll í fullkomnu jafnvægi já, erfitt að segja það sama um þig kall

Alltaf gaman að lesa hjá þér, hressir mig að minnsta kosti alltaf við

Guðríður Pétursdóttir, 8.5.2007 kl. 14:53

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Selfoss er lítill skrítinn bær og þar býr mestmegnis lítið og skrítið fólk eins og Guðni. Svoleiðis fólk kýs Framsókn. Þetta orkar tvímælis fyrir Guðna að braska með atóm. Ég held að hann hafi engin réttindi til þess.

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.5.2007 kl. 14:54

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já ég var einmitt að spá í þessa ermi. Eru þetta lopajakkaföt? Þau eru kannski angi af hinni stórkostlegu nýsköpun sem Guðni segir að eigi sér stað upp um allar sveitir???

En takk annars fyrir frábærlega ótrúlega hressandi lesningu Tommi

"miðtaugakerfið hans virðist ekki þola meira rask en lóusöng" .....þetta er gargandi snilld!

Heimir Eyvindarson, 8.5.2007 kl. 15:56

5 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Fanney. Ég á heima í sama kjördæmi og Árnanir, Guðni og Bjarni. Ég héf aldrei skilið afhverju við þurfum að skaffa alla skemmtikraftana á þinginu.

Guðríður. Takk....fullkomið jafnvægi.

Rúna. Eins og þú lýsir Selfoss, verð ég að giska á að þú hafir bara hitt sýslumanninn á staðnum.

Gunnar. Tók ekki eftir þessu...var bara svo stressaður að sjá Guðna svona í framan.

Heimir. Takk...Hver ætli hafi ráðlagt honum að fara í lopajakkafötin.

Björgvin. Það segir sig sjálft. 

Tómas Þóroddsson, 8.5.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband