8.5.2007 | 23:48
Ég krafðist þess að tvöfalda
Á síðasta ári fór ég á afar merkilegan fund um tvöföldun Suðurlandsvegar. Þessi fundur var haldin á Hótel Örk og var ekki ómerkari maður en Árni Johnsen sem hélt fundinn. Ástæðan fyrir því að ég fór á fundinn var fyrst og fremst áhugi minn á tvöföldun vegarins, ekki að ég væri svag fyrir Árna Johnsen.
Ég átti von á mikið af Sjálfstæðismönnum í Örkinni á haustdögum síðasta árs og var undir það búinn að svara fyrir veru minni á þessum stað. Ekki mættu margir Sjálfstæðismenn og var ég hissa á því. . Fundarstjóri var Þór Sigfússon frá Sjóvá og var erindi sem hann flutti virkilega spennandi. Hann var með hugmyndir um að gera veginn í einkaframkvæmd og var ég að mörgu leiti sammála honum
Tvöföldun Suðurlandsvegar hefur verið baráttumál Samfylkingarinar í Suðurkjördæmi um nokkuð langt skeið. Björgvin G Sigurðsson hefur skrifað nokkrar greinar um þetta mál og fyrir tæpum tveimur árum skrifaði ég meira að segja grein, maðurinn sem varla nennir að lyfta penna. Sú grein heitir Sænskir sveitavegir en varð nú reyndar ekki sú tímamótagrein sem ég hélt hún yrði............en á meðan ég er að skrifa þetta læðist að mér sá grunur að kannski hafi hún verið það, sennilega var þetta tímamótagrein sem fór inn í Fréttablaðið á sýnum tíma og breytti þvermóðsku einhverja Sjálfstæðismanna. Því Árni Matt sem var mikið á móti þessum vegi fyrir greinarskrif mín, hefur nú mildast í afstöðu sinni gegn tvöföldun. Reyndar skulum við virða Árna Matt það til vorkunnar að meira að segja Kjartan Óla vildi ekki flytja tillögu með þingmönnum Samfylkingarinnar um 2+2 veg og var hann þó þingmaður úr Suðurkjördæmi.
Árni Matt er nú, ef ég fer rétt með búinn að stoppa Sturlu með sinn 2+1 sænska-sveitaveg og er orðinn sammála mér um 2+2 veg og er það vel. En aðalástæðan fyrir skrifum mínum er að ég átti eftir að þakka Árna Johnsen og Þór Siffa fyrir virkilega góðan fund, þakka ber það sem vel er gert.
Athugasemdir
Mér þykir ekki við hæfi að gantast með þetta mál eins og Gunnar þór gerir, hef ekki trú á að þeir sem misst hafa ástvini sína á þessum vegi skilji það.
Það hlýtur að vera allra manna vilji að gera þennan veg eins öruggan og hægt er, án tillits til stjórnmálaskoðana. Það var að sjálfsögðu alger skandall að fara ekki í að gera úrbætur á vegunum næst höfuðborgarsvæðinu, Suður- og Vesturlandsveg. Héðinsfjarðargöng hefðu gjarnan mátt bíða lengur, tvöföldun Suðurlandsvegar er mun meira aðkallandi, það hljóta allir að sjá, meira að segja Kristján Möller.
HP Foss, 9.5.2007 kl. 09:14
Loksins er komið í ljós hverjum þetta er að þakka þessi 2+2 vegur.
Merkilegt annars hvað grein eins og þessi, sem smá vit er í, eða er allavega skrifuð með votti af alvörugefni, dregur að sér fáar athugasemdir. Svo bullar þú einhverja botnlausa þvælu um einhverja rúmena og allir sjá sig knúna til að tjá sig með álíka innihaldslausu þvaðri, og ég líka.
Ekki illa meint. Datt þetta sísvona í hug. Mjög gaman að gamansemi þinni og glettni í alla staði. Einstaklega sposkur og kíminn á köflum, jafnvel vottar fyrir gríni inni á milli.
Magnús Vignir Árnason, 9.5.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.