9.5.2007 | 23:44
Áfram ábyrgð
Ekki það að ég vilji eitthvað sérstaklega líta upp til Bandaríkjanna, en það er skemmtileg tilviljun að stýrivextir voru 5,3% þegar ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar tók við. Núna eru stýrivextir rúmlega 14% og hefur Davíð Oddsson hækkað þá 18 sinnum síðan 2004.
Svo segja þessir gaurar bara, "áfram ábyrga efnahagsstjórn" þetta segja þeir í þeirri von að við nennum ekki að kynna okkur málinn. Hér er langt frá því að vera allt í lagi.
Þetta skil ég:
Það er gott að lækka skatta á fyritæki, því þá verða skattaskilin betri og fyritækin geta vaxið.
Þetta skil ég ekki:
Það er óábyrgt að læka skatta (hækka frítekjumarkið) á láglaunafólkið.
Þetta skil ég:
Það er gott að borga mönnum í ábyrgðarstöðum góð laun.
Þetta skil ég ekki:
Það er óábyrgt að hækka laun kennara og starfsfólk í heilbrigðisgeiranum.
Jammm...það er bara ekki hægt að skilja allt.
Stýrivextir óbreyttir í Bandaríkjunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr
Heimir Eyvindarson, 10.5.2007 kl. 00:11
Held, því miður, að landinu verði ekkert betur stjórnað ef Samfylkingin fer í ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum. Samfylking og VG, held ég að geti aldrei starfað saman, að því leyti að VG forystan er allt of einstrengingsleg í sínum málflutningi, vill stoppa allt og hafa forræðishyggjuna í há vegum. Kanski er það bara best, og skynsamlegast að landinu verði stjórnað áfram af núverandi stjórnarflokkum, þar sem það hefur að mörgu leyti tekist ágætlega og árangur náðst að sumum sviðum, eins og t.d. þá heyrir atvinnuleysi sögunni til og þökk sé ríkistjórninni. En jafnframt er margt sem má betur fara og ég minni á að Róm var ekki byggð á einni nóttu, eins og sumir virðast halda.
Kveðja góð!
Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 10.5.2007 kl. 00:18
Það er oft mikil kostur að skilja ekki allt, enda kýs ég að þurfa ekki að skilja ofangreinda athugasemd eða í hvaða samhengi hún var innrituð.
S.
Steingrímur Helgason, 10.5.2007 kl. 00:24
Ég skil ekki hvernig nokkrum manni dettur til hugar að kjósa þetta lið
Heiða B. Heiðars, 10.5.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.