framsóknarmaðurinn

PICT0059

Eins og ég greindi frá í síðustu viku var búið að gera táknmyndina XB í blettinn minn með einhverjum óþvera þ.e.a.s. grasið er kalið.  Á kosningadag, þegar ég var eins upptekinn og hugsast getur, var slegið XF í grasið hjá mér.  Ég verð nú að byrja á að spyrja, hvar er nágrenagæslan ??  Sennilega gætu ógæfumenn komið og tekið þakið af hjá mér ef ég væri ekki heima og kannski líka þó ég væri heima.

En ég stóð alveg á gati þegar ég sá XF-ið í garðinum mínum, ég stóð á gati þangað til ég leit yfir í næstu garða.  Ef þið skoðið myndina vel er framsóknarmaðurinn í þarnæsta húsi búinn að slá garðinn sinn og er þetta þar með þriðja árið í röð sem hann nær að vera fyrstur í hverfinu til að slá.

Mikið hlýtur hann að hafa hlegið inní sér þegar hann ákvað að koma sínum flokki að "ekkert helvítis XB í mínum garði, bara XF og svo hefur framsóknarmaðurinn farið á kjörstað og merkt við F-ið. 

Þarna er sennilega kominn skýring á fylgishruni Framsóknarflokksins.  Læsi armur flokksins er að setja X við F.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlit

Heiða Þórðar, 14.5.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Einmitt! Þetta hefst upp úr því að kenna þessum vitleysingum að lesa!

Heiða B. Heiðars, 14.5.2007 kl. 20:29

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Lesa?

Hrólfur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 21:15

4 identicon

OK, búinn að finna skýringu á fylgistapi framsóknarmanna og hvernig frjálslyndir náðu sínu fyrra fylgi þrátt fyrir að Margrét hafi farið á braut með hluta af fyrra fylgi. En SAMFYLGINGIN, hvers vegna tapaði hún ?

Hef mínar "nasty" skýringar en hverjar eru þínar ?

Þóroddur (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:28

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Í hvaða hverfi býrð þú eiginlega ??

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2007 kl. 21:29

6 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Elsku bestu, ég er velgefinn ungur maður með gott hjartalag og vill öllum hið besta og ég kaus framsóknarflokkinn og er ég þá vitleysingur???

Arnfinnur Bragason, 14.5.2007 kl. 22:15

7 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Hehe... Gunnar við Arnfinnarnir erum svo sjaldgæfir.... þannig að þetta er í góðu

Arnfinnur Bragason, 14.5.2007 kl. 22:53

8 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Er þetta orðið að faraldri þarna fyrir austan fjall?

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 14.5.2007 kl. 23:17

9 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Tommi er þetta ekki sneið til þín, um rangar áherslur á hinu pólitíska sviði.

Eiríkur Harðarson, 15.5.2007 kl. 01:16

10 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Heiða.Takk

Heiða.Já þeim var nær að senda börnin sín í skóla.

Hrólfur.Það eru tvö s í lessa

Þóroddur. Komdu með þínar "nasty" skýringar, ef þú þorir.

Úthverfi Selfoss....þú ættir að keyra framhjá garðinum sem ég nostraði við allt síðasta sumar og er núna eitt flag.

Svampur. Ekki eins og tófugreni sko

Arnfinnur. Nei þú ert góður

Gunnar. Bráðalesblinda

Jóna. Já en þetta er samt pottþett gaurinn sem býr í þarnæsta húsi, hann er sá eini sem er búinn að slá í hverfinu.

Arnfinnur. Smá próf. Þú ert læs og ætlaðir að kjósa framsókn, en við hvaða staf settir þú X-ið?

Fanney. Ég er kominn með slefandi og bítandi hunda í garðinn hjá mér.

Valgeir. Flott er við hittumst örugglega fljótlega.

Eiríkur. Nei þetta eru hryðjuverk ykkar framsóknarmanna 

Tómas Þóroddsson, 15.5.2007 kl. 12:40

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þá veit ég það! Þýðir greinilega ekki að segja þér leyndarmál Tómas

Heiða B. Heiðars, 15.5.2007 kl. 13:39

12 Smámynd: Tómas Þóroddsson

hehe fljót að fatta Heiða

Tómas Þóroddsson, 15.5.2007 kl. 14:53

13 identicon

Blessaður Tómas.

Set þessar nasty skýringar ekki á vefinn.

Ef við hittumst einhvern tíma,  þá skal ég segja þér þær.

kveðja

Þóroddur (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 14:58

14 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það sárvantar ullukall hérna

Heiða B. Heiðars, 15.5.2007 kl. 15:04

15 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

ÉG

Brynja Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 21:54

16 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

...sem sagt fiktaði of mikið í lyklaborðinu. Ætlaði að segja miklu meira en bara ÉG...ég held samt að Selfyssingar séu endanlega að verða geggjaðir. Farnir að skrifa í garðana hver hjá öðrum. Það er gott að búa í Kópavogi.

Brynja Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 21:56

17 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þú varst heppinn að bæta við þetta "EG" ég helt þú værir að viðurkenna eitthvað. Eg afturkalla gaurana sem eru á leið til þín og rispa alla bílana í götunni þinni.

Tómas Þóroddsson, 17.5.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband