uppgjör

Ég var alveg búinn á sunnudeginum eftir kosningar og get rétt ímyndað mér hvernig frambjóðendur hafi haft það.  Ég var svo þreyttur er ég lá í sófanum í hálfgerðu móki.  Ég rankaði aðeins við mér þegar ég horfði á Kastljós og sá Jón Sigurðsson syngja............ Það fer Jóni einstaklega illa að vera undir þeirri pressu sem kosningabarátta ber með sér, en ég væri til í að gefa helvíti mikið fyrir að fá að horfa á Jón horfa á sjálfan sig syngja í þessum kastljósþætti. 

  

Það er reyndar með ólíkindum að Jón og Framsóknarflokkurinn hafi ekki séð að þeir eru óstarfshæfir í ríkisstjórn.  Framsókn tappaði mjög illa í kosningunum og Geir af góðmennsku sinni, henti þeim ekki burt strax.  Geir hélt að Jón kæmist að þeirri niðurstöðu að dagar þessara stjórnar væri taldir.  Það hefði því verið óþarfi hjá Jóni að láta þetta líta svona illa út, þetta vissu allir nema Jón og þingflokkurinn, ef þing flokk mætti kalla, því erfitt er að kalla sjö manneskjur flokk.

  Núna eru Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur að ræða málinn, stjórn þeirra gæti orði mjög farsæl.  Ekki virðist vera raunhæfur möguleiki fyrir Samfó, Vinstri græn og framsókn að mynda stjórn og tel ég eftirtalin tvö atriði ráða þar mestu um:

1.  Ögmundur kemur með hugmynd um minnihlutastjórn Samfó og VG sem varin yrði af Framsókn.  Maðurinn er auðvitað bara að hrekkja framsókn með svona tillögu.  Hvað ættu framsókn að verja?  Svona stjórn þekkist í nágranalöndunum en þá er það eins máls flokkur sem tekur minnihlutastjórn að sér og fær í staðinn sitt mál í gegn.  Mætti hugsa sér ef Ómar hefði náð inn mönnum þá gæti hann varið slíka stjórn ef ekkert yrði virkjað og allar ákvarðanir teknar með hagsmuni náttúruna að leiðarljósi. 

2.  Steingrímur J gaf Jóni Sig kost á að biðja sig opinberlega afsökunar í kastljósi.  Ef Steingrímur vill að hann biðji sig afsökunar er þá ekki snyrtilegra að tala við Jón undir fjögur augu?  Steingrímur, það á ekki að setja pressu á neinn til að fá afsökunarbeiðni, þegar maður vill bjóða einhverjum að verða betri maður, þá gerir maður það af hógværð. 

Vonum að ný “Upprisustjórn” verði sett saman og reisi velferðarkerfið við.


mbl.is Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast væntanlega á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ARG! Ég á aldrei eftir að fyrirgefa mér að missa af Jóni syngja í Kastljósinu!

Heiða B. Heiðars, 17.5.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað var Jón að syngja? Faaaaaaallinn... með fjórakommaníu... eitt skelfilega skiptið enn... faaaaaaaaa-aaallinn.. útskúfaður maður.. er ég ekki eins og... aðrir menn

Jóna Á. Gísladóttir, 17.5.2007 kl. 19:06

3 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Heiða B. Heiðars, 17.5.2007 kl. 19:52

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Gunnar, ég held að sjálfstæðismenn sjái um hann. Þeir vildu ekki henda honum í burtu fyrir kosningar því sérframboð frá honum hefði tekið svo mikið frá þeim.  Nú eru þeir búnir að nota atkvæðin og því hægt að off-a Árna.

VG vilja ekki vera í stjórn!!!

Tómas Þóroddsson, 17.5.2007 kl. 21:01

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég skil vel að þú hafir hangið í móki allan sunnudaginn... þvílík útreið á þér í kosningavikunni - exbé allstaðar og árnar í massavís. 

Kallkvölin.. spurning um að taka sumarfríið bara snemma? Ég skal bjóða fram bílinn minn ef þú vilt kíkja í Jólahúsið inní Firði... þ.e. Eyjafirði ;) 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 17.5.2007 kl. 22:52

6 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Sæll Frændi!

Það er mikið til í þessu að VG vilji ekki í stjórn.  Þeir hafa a.m.k reynt margt til að komast ekki í óska stjórn sína en þ.e. Samfylking og VG og framsókn.  Þetta var mjög ósmekklegt af forystumönnum VG að fara fram á framsókn verði vinstri minnihlutastjórn falli,  VG búið að níðast á framsókn síðasta eina og hálfa árið og ætlast svo til að framsókn verði áhrifalaus á þinginu og bakki þá upp.  Þetta er mikil lágkúra af VG.  En til hamingju með að Samfylkingin sé komin að stjórnarmyndunarborðinu,  bara að þeir fari ekki eins illa útúr því samstarfi eins og Halldór Ásgrímsson og framsóknarflokkurinn fóru.  Held því miður að það gæti alveg gerst ef fólk er ekki á tánum.

Kveðja!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson 

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 17.5.2007 kl. 23:11

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sæll samherji, verðum við ekki að knúsast geeeðððveikt mikið næst þegar við hittumst ??

Ásdís Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 01:23

8 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Jóna, hann Jón söng "Ég vildi´það væri komið árið tvöþúsund og tólf"

Ég er mikið alsæl að Framsókn sé út. Á bara ekki orð að lýsa hrifningu minni. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 18.5.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband