Furðulegt bæjarstæði, Akureyri.

Þorpsróninn á Akureyri tók á móti mér með svip þess sem heldur að það sé verið að skipta um þorpsróna.  Enda klukkan 05.50 þegar ég nýkominn í þorpið rölti niður göngugötuna og mætti þessum ógæfumanni.  Ég spurði hann hvort hann væri búinn að kjósa, það kom aðeins á hann, en svo sagðist hann hafa kosið Kristján.  Ég héld hann hafi ekki einusinni verið fæddur þegar Kristján varð forseti.  Fór niður á tjaldstæði, flestir sofnaðir, nema þrír verðandi ógæfumenn.  Ég keyrði rólega inn á tjaldstæði, skrúfaði niður allar rúður á bílnum og setti geisladiskinn með “hæ hó jibbí jæ jó jebbí jeii það er komið 17 júní” í græjunnar og sett þær í botn í 7 sekúndur og slökkti svo.  Velti því aðeins fyrir mér hvað margir séu að dreyma candyflos núna og eins hvað margir vakna í fyrramálið með svonefnda dagatals-röskun.  Áðurnefndu þrír verðandi rónar komu og spurðu mig hvað mér gengi til, ég endur tók “hvað gengur mér til” getið þið ekki bara talað eins og aðrir unglingar, spurði ég og keyrði burt af tjaldstæðinu, sáttur að fá ekki svar vegna hræðslu við þessa unglinga.

  Fór í verslunarmiðstöðina, orðin svangur en aðeins 11.000 kr eftir, bíllinn tómur og rækjusamlokunar búnar og því óvíst hvernig viðrar á morgun.  Hefðbundnar úti-á-landi-tískubúðir.  Fjórir krakkar fyrir utan versunarmiðstöðina að selja sinn varning í gegnum eitthvað númera kerfi, aumingja börninn hugsaði ég og á útlitinu að dæma voru þetta sígunar.  En harðmælgi þeirra og dónaskapur leyndi því ekki að hér voru börn Eyfirskra manna.Nú fannst mér kominn tími til að sýna þeim hver væri bestur að prútta í þessum bæ.  Ekki láta einhverja króa eiga neitt inni hjá mér og náði því í stígvelin grænu.

Eftir fimm mínútur voru krakkanir orðnir sannfærðari en ég að þetta væru töfrastígvel.  Ég fór sáttur með ora baunir, humar-ora-súpu tvær dósir, kandís, tveggja metra dúk, playmokall og tvær perlur.  Mætti Austurríska á leiðinni út á bílastæði, það fer honum ofsalega illa að brenna og þess vegna hefur kærastann sennilega yfirgefið hann.  Mér fannst á svip hans að það væri frekar þungt yfir honum, en það héld ég hann þurfi að greiða skildinginn fyrir töfrastígvelin.

  

Ætlaði að fá mér kvöldmat á Bautanum, en þýska stelpan í afgreiðslunni misskildi mig eitthvað og ég hætti við þegar hún bauð mér inn í þennan sal.  Mér er sama hvað þau eru að bardúsa á Akureyri, en ég fer ekki inn í sal með svona stólauppstillingu.  Þau meiga eiga sinn félagsskap í friði.  Fyllti bílinn fyrir tæpar 6000 kr og fékk mér súpu úr dós. Er að reyna að sofna , en gengur hægt.  Núna eru allir Akureyringar úti á götu að reykspóla, ótrúleg þessi bíladella í þeim.

Mynd_0207462

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Þú hlýtur að hafa komið vitlausum megin inn í bæinn því hinn eini sanni Kalli prentari kýs ríkisútvarpið og ekkert annað! En ég er ekki alveg að ná myndinni, hefur verið byggt yfir Bautann síðan ég keyrði gilið síðast?

Aðalheiður Ámundadóttir, 16.6.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

@Aðalheiður

Er Kalli prentari enn að? Hann var orðinn jafnleiðinlegasti maður bæjarins  þegar ég hætti að sukka um 1990 og hefur varla skánað með aldrinum...

@Tommi

Góð ferðasaga og skyldulesning fyrir svefninn

Þorsteinn Gunnarsson, 16.6.2007 kl. 02:38

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tommi hvað á að gera við perlurnar?

Jóna Á. Gísladóttir, 16.6.2007 kl. 09:49

4 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ágæti Þorsteinn

Ekkert virðist draga af honum Kalla okkar, hann heldur enn uppi heiðri ríkisútvarpsins með harðri hendi. Getur verið að þetta sé eitthvert plott og hann fái borgað fyrir þetta? Skítavinna það og sjálfsvirðingareyðandi, fyrir hann Kalla alltsvo! 

Aðalheiður Ámundadóttir, 16.6.2007 kl. 12:58

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tommi þú átt ekki að valta yfir landsbyggðina þótt þú farir hringinn, vertu kúl og taktu öllu með brosi á vör. Á ekki að aula sér heim áður en miðbærinn og ráðhúsið verður horfið??

Ásdís Sigurðardóttir, 16.6.2007 kl. 15:05

6 Smámynd: Hjalti Árnason

Líkar þér ekki við þýska sígaunastílinn?

Hjalti Árnason, 16.6.2007 kl. 18:19

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ekki kasta perlunum fyrir svín...

Alveg er þetta samt drepfyndin lesning...

Brynja Hjaltadóttir, 16.6.2007 kl. 19:53

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Brynja stal mínu kommenti

Heiða B. Heiðars, 16.6.2007 kl. 21:03

9 Smámynd: Guðríður Pétursdóttir

hvernig tímdirðu töfrastígvélunum

Guðríður Pétursdóttir, 16.6.2007 kl. 22:43

10 identicon

Er þetta örugglega saga úr sama bæ og ég bý í ???? Glöggt er gests augað

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband