22.6.2007 | 11:15
Kveð Akureyri..... varla sami maður.
Er loksins komin burt frá Akureyri, bærinn er í sjálfu sér fínn, þó ég mæli ekkert sérstaklega með gæsluvarðhaldi þar. Fannst fúlt að þeir gætu haldið mér í fimm daga, þó ég sjái núna að vissulega eigi ég einhverja sök á máli með þögninni einni. Manni getur nú sárnað og sérstaklega þegar löggan heldur því fram að ég sé einhver austuríkismaður á puttaferðalagi.
Annars var dansleikurinn ágætur, bauð mörgum stelpum upp í dans og var góður rómur gerður að fótafimi minni, áður en ég var tekinn úr umferð.
Er að spá í að renna inná Siglufjörð, sem einu sinni þótti töff, það var svo töff að fólkið þar fann upp slangur í íslenskri tungu. Þau voru svo rosalega þreytt þarna í gamla daga, því það voru allir að vinna 16 tíma á dag í síldinni, að þau fóru að segja Sigló, Strætó osfrv nenntu ekki að segja Siglufjörður og Strætisvagn. En nú held ég að þessi staður sé ekki töff, hlakka til að sjá skrýtna fólkið sem varð eftir þegar síldinn fór, fólkið sem heldur að síldinn komi aftur. Fólkið sem vaknar á morgnana og spyr hvort annað jæja...er síldin nokkuð komin?
Athugasemdir
Var búið að láta þig vita að sonur þinn er ættaður frá Fáskrúðsfirði ;) Þú veist að þú ert ekki á Selfossi og útlenska löggan er miklu hættulegri.
Elín Katrín (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 12:55
Nú nú.. slúður í uppsiglingu. Eitthvað óljóst með uppruna sonars!? hmmm...
Jóna Á. Gísladóttir, 22.6.2007 kl. 18:41
Mundu bara að síldin kom frá noregi, það kemur ekki margt gott þaðan....
Hjalti Árnason, 22.6.2007 kl. 19:33
...eins gott að sonurinn er "bara" frá Fáskrúðsfirði en ekki Noregi!!
En ég er viss um að sonurinn er eðal-eintak. Þeir geta þá verið stoltir af einhverju
Heiða B. Heiðars, 22.6.2007 kl. 20:04
Ég held þú ættir bara að fara að leggja af stað heim Tommi minn!
Rúna Guðfinnsdóttir, 22.6.2007 kl. 20:39
Mikið rétt Magga Stína... Allir sætir þar skilst mér... Eins gott að egóið hans Tomma þoli samanburðinn
En hversvegna gæsluvarðhald Tommi? Var hrokinn orðinn glæpsamlegur?
Aðalheiður Ámundadóttir, 22.6.2007 kl. 22:41
Brynja Hjaltadóttir, 23.6.2007 kl. 01:27
Þú átt pakka hjá mér Tommilíus.
Guðríður Pétursdóttir, 23.6.2007 kl. 03:22
Það er skemmtilegt að ferðast með þér um landið á blogginu, eins og það komi inn ný sýn á hlutina.
Ester Sveinbjarnardóttir, 23.6.2007 kl. 09:06
HAHA!! Góður punktur Heiða!. En Tommi, 16 tímar voru bara dagvinnan, Fólk vann 26 til 30 tíma á hverjum einasta degi, eftir því sem ég hef heyrt. Ekkert skrítið að síldarævintýrið fór á hausinn. Við erum ennþá að borða þessa helvítis síld!
Hjalti Árnason, 24.6.2007 kl. 00:16
Sæll Tómas!
Get ekki orða bundist! Samt er eitt gott sem kemur út úr því að lesa þetta bull þitt um Siglufjörð. Veit núna fyrir víst að ég er skrýtin, sem er gott af því að ég hef gaman að skrýtnu fólki. Einnig er gaman að sjá að það eru ekki allir sem eru fordómafullir og hræddir við landsbyggðina, sbr. athugasemdir hér að ofan.
Allir út á land!!
Jóna á Sigló!!!!
Jóna (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.