24.6.2007 | 17:38
Sólarlaus Sigló
Það er hreint með ólíkindum að Siglufjörður skuli en vera skrifað með stórum staf. Þetta er vægast sagt furðulegur staður, hann er lokaður fjöllum allt um kring og yfir honum þoku-skýja-mistur sem ver íbúa fyrir sólu. Þannig að á Siglufirði skín aldrei sól, að mér skilst. En þrátt fyrir að vera í hálfgerðu losti allan þann tíma sem ég héf verið á Siglufirðu, þá er það þó svo, að það sem er alslæmt getur best kennt manni. Núna veit ég hvað Sveinn verkstjóri var að meina, þegar ég kom með hugmynd af nýju vaktaplani og hann svaraði troddu vaktaplaninu þangað sem sólin aldrei skín........ ég var lengi hugsi yfir þessu........en veit núna að hann var að meina Siglufjörð.
Ætlaði að fara í alþýðuhúsið og athuga með dansleik, var búinn að heyra vel látið að dansleikjum þar. En það var búið að slangra alþýðuhúsið og heitir það núna Allinn og vertinn heitir Halli og hann var alveg sammála mér að hann hagnaðist á okkar viðskiptum. Samt alveg dýrleg svínasteikin hjá honum og hann svo yfirmáta sáttur með sína töfra-perlu.
Svo sagði Halli mér að Sauðakrókur væri en verri staður en Sigló, ég ætla að tjekka á því.
Athugasemdir
Ekki veit ég af hverju Halli í Allanum segir Sauðárkrók vera verri en Siglufjörð. Staðreyndin er sú að Sauðárkrókur er fínn staður. Það gjólar yfirleitt þar þannig að snjó festir ekki á jörðu að neinu ráði. Hafsýn er ein sú fegursta á landinu.
Íbúar á Siglufirði eru rúmlega 1500 í samanburði við að íbúafjöldi Sauðárkróks eru hátt í 3000. Segir það ekki eitthvað um það á hvorum staðnum er betra að vera? Ja, það þarf svo sem ekki að vera út af fyrir sig. Hinsvegar segir það nokkuð um að töluvert fleiri verslanir og ýmis þjónusta er í boði á Sauðárkróki. Bara svo 2 lítil dæmi sé nefnd:
Það eru 2 sólbaðsstofur á Sauðárkróki. Engin á Siglufirði.
Síðast þegar ég vissi voru 12 hárgreiðslustofur á Sauðárkróki en 2 á Siglufirði.
Það eru ekki margir utanbæjarmenn sem sækja verslun og þjónustu til Siglufjarðar. En allir 4400 íbúar Skagafjarðar sækja í verslun og þjónustu á Sauðárkróki.
Jens Guð, 24.6.2007 kl. 18:11
Tommi minn það er alltaf góð tilfinning þegar rennur upp fyrir manni ljós. sérstaklega varðandi eitthvað sem maður hefur velt fyrir sér í áraraðir.
Jóna Á. Gísladóttir, 24.6.2007 kl. 20:19
Hvenær kemurðu í bæinn Frómas? Ég er nefninlega að fara að halda spilakveld fljótlega. Ætlum að spila fimbulfamb.. hefurðu spilað slíkt??? Held að þér þætti gaman að svoleiðis
Guðríður Pétursdóttir, 24.6.2007 kl. 23:57
Merkilega vel stafsettur pistill hjá þér ...
Rúnarsdóttir, 25.6.2007 kl. 00:28
Tommi minn Þú ættir að fara að kynna þér málin betur, þó að bærinn (Sigló) sé umkringdur fjöllum ættirðu (kjánaprikið þitt) að vita að sólin kemur ofanfrá. Þannig að þú ert sko ekki búinn að átta þig á orðum Sveins verkstjóra.Segist hafa verið lengi hugsi yfir þessu. Er ekki málið að maður þarf að vita eitthvað í sinn haus?
Eiríkur Harðarson, 25.6.2007 kl. 02:07
Jamm alveg sammála þér Tommi skil ekki afhverju þetta Norðuland bygðist .. ekkert nema fjöll sem skyggja á útsýnið
Helga Auðunsdóttir, 25.6.2007 kl. 12:13
Sæll Tómas!
Ég á nú bara ekki orð í eigu minni. Sigló er frábær staður. Fögur fjöllinn mynda skjól þannig að sjaldan er rok eins og á Selfossi... Hér er búin að skína sól í að minnsta kosti þrjár vikur stanslaust og húðin á mér og mínum sýnir það svo ekki sé um villst. Hafðu næst samband og ég skal sýna þér fagra staði á Sigló.
Jóna á Sigló
Jóna Guðný (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 16:24
Ehehehe...troða vaktaplaninu á Siglufjörð...
Alltaf get ég helgið mig máttlausa yfir hugmyndafluginu sem þú hefur drengur..
Brynja Hjaltadóttir, 25.6.2007 kl. 18:35
Snilldarpenni.
Heiða Þórðar, 25.6.2007 kl. 22:55
Hva, voðalega hefurðu verið óheppinn að fá ekki sól og blíðu á Sigló, rjómalogn um fjörðinn og fjöllin speglast í haffletinum - misstirðu af þessu? Svo sér maður svoltið mikið það sem maður á von á, þannig að Halli á Allanum gerði þér nú engann greiða með að skammta þér hreppapólitík í kaupbæti. Sauðárkrókur er bara eins og öll önnur pláss, á sínar betri og verri hliðar, þær fallegustu kúra undir Nöfunum og þú sérð þær best ef þú ferð upp Kirkjuklaufina að kirkjugarðinum þar sem flugmaður Gyrðis Elíassonar leit líka yfir heiminn. Ekki misssa af því og ekki spyrja neinn á Króknum hvernig sé á Skagaströnd...
Guðrún Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 13:19
Ég er sammála manninum. Ég hef verið þónokkuð á sauðárkróki. Staðurinn er svo agalegur að meir að segja áin (sauðáin) reynir að taka krók framhjá. Annars bjargar það málinu að það er heilt hverfi af samtakshúsum þar. Reyndar byggði ég þau, þannig að það gæti verið búið að rífa þau, hver veit. Fólkið sem býr það er kallað rolluþjófar (sauðkrækingar). Ég reyndi að kippa því í liðinn þegar ég var þar síðast og kallaði þau sauðkræklinga. Síðan hef ég ekki komist aftur á krókinn, hef alltaf tekið krókinn framhjá.
Ég hef komið þrisvar á siglufjörð. Það er aldrei sól þar.
Hjalti Árnason, 26.6.2007 kl. 19:56
bolungavík er fallegust
Guðríður Pétursdóttir, 26.6.2007 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.