26.6.2007 | 23:54
af leið
Það er margt fyndið og skemmtilegt búið að gerast í þessari ferð og þorpin misjöfn eins og þau eru mörg. En á Sauðarkróki átti að berja mig af unglingahóp, því þau héldu að ég væri Hallgrímur Helgason, það fannst mér ekki fyndið. Ung stelpa í hópnum sem var með greindarvísitölu upp á ca 80 og kom mér þess vegna til varnar, sagði að Hallgrímur væri sköllóttur og að ég væri ekki alveg sköllóttur. Ég hélt kúlinu og labbaði rólega inn í bíl, setti bílinn í gang, lækkaði í útvarpinu. Horfði beint fram, skrúfaði niður rúðuna og setti á mig beltið. Leit svo í átt til unglingana, kinkaði þrisvar sinnum kolli og öskraði svo Geirmundur Valtýrs býr hér og reykspólaði í burtu, þau horfðu á eftir mér alveg mát.
Ætlaði síðan að drífa mig á Skagaströnd en áttaði mig á að sennilega væri ég kominn af leið er ég keyrði svangur í gegnum Hvalfjarðargöng og tók þessvegna ekki í mál að borga. Ætla að gista í Mosfellssveit í nótt og halda sem leið liggur í Reykjavíkurborg í fyrramálið, en Reykjavík er jú hin borgin á Íslandi. Þannig að ég ætti að kunna vel við mig þar.
Athugasemdir
Ekki erfitt að rugla þér saman við Hallgrím Helgason
Eiríkur Harðarson, 27.6.2007 kl. 00:20
við Reykvíkingar hlökkum til að fá þig
Guðríður Pétursdóttir, 27.6.2007 kl. 00:28
Farðu varlega í borg óttans Tómas. Það getur verið flókið að keyra um í sveitarfélagi hinna stífu ljósastaura eins og Árborgarmenn vita ...
Rúnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 08:33
Djö... ertu góður, hahahaha Geirmundur Valtýs býr hér, hahahahaha.
Anna Einarsdóttir, 28.6.2007 kl. 09:29
Já, er þetta satt?
Átti að berja Hallgrím á Sauðarkróki (væntanlega fyrir Rokland)?
Þessu verðurðu nú að skila til hans ef þú att leið um Hrísey og skilaðu kveðju frá mér í leiðinni.
Ásgeir Rúnar Helgason, 9.7.2007 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.