Fréttaskýring eftir landsfund.

 

Hátt í 2000 manns voru á landsfundi sjallana um helgina, sögðu mér fróðir menn. Telja menn að Geir Hilmar Harde sé ekki par ánægður með að hafa bara fengið 906 atkvæði í kosningu til formanns.  Rétt rúmlega helmingur fundarmanna virðist hafi kosið hann.  "Voru þetta skilaboð frá flokksmönnum" spurði eldri sjálfstæðismaður í suðurkjördæmi mig. Kannski var hinn helmingur fundarmanna að styðja yfirlýsingu Davíðs Oddssonar sem ekki sá sér fært að mæta á fundinn vegna anna í seðlabankanum þessa helgi. 

Nokkuð ljóst má vera að Sjálfstæðisflokkurinn skiptist í tvær ákveðnar fylkingar og væntalega er ekki langt að bíða uppgjörs á því heimilli.

Heimildarmenn mínir telja afar varasamt fyrir hina flokkana að fara í ríkisstjórn með svo brothættum flokki.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað hvort ert þú að grínast eða að þú leggur vana þinn í það að skrifa um eitthvað sem þú veist ekkert um.   Það má vel vera að hátt í 2000 manns hafi mætt á setningarathöfnina, en kjörgengir landsfundarfulltrúar, sem valdir eru af hinum ýmsu félögum og stofnunum flokksins skv. ákveðnum reglum eru mun færri en það.

Sigurður J. (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Tómas þú ert greinilega ílla upplýstur varðandi Davíð. Hann var víst erlendis skv. heimildarmanni Seðlabankans. Það gæti vel hugast að X-D skiptist í 2 tvær fylkingar, slíkt væri ekkert óeðlilegt í stórum flokki. Hinsvegar skiptist Samfylking í það margar fylkingar, að þú hefur ekki næginlega margar fingur til að telja. Allra versta fylkingin eða "klíkan" er Kvennalista-armurinn.

Birgir Guðjónsson, 16.4.2007 kl. 00:20

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Halda menn að Davíð hefði farið erlendis í embættis erindum af hann hefði viljað mæta á Landsfundinn. Held að það hefðu aðrir fulltrúar í Seðlabanka getað leyst hann af m.a. eru fleiri seðlabankastjórar.  Þessi ómálefnalegu skot á Samfylkinguna eru nú að verða þreytandi. Menn tala eins og aðrir flokkar séu bara safn af fólki sem þorir ekki að hafa aðra skoðun en stjórnin. Það er náttúrulega ekki rétt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.4.2007 kl. 01:34

4 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Hann var erlendis skv heimildarmanni seðlabankans. Davíð hefur ekki getað sagt ykkur þetta sjálfur eða?

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 01:48

5 identicon

Er þetta ekki aldeilis frábært, Samfylkingin klofin í herðar niður og guðfaðirinn mætir á landsfund og gefur síðan sameiningu vinstrimanna og "forsætisráðherraefninu" falleinkunn, turninn hruninn, burðarásinn í næstu ríkisstjórn líkist tannstöngli, þá er aðaláhyggjuefni Samfylkingarfólks að það sé nú líklega ekki allt í lagi hjá Sjálfstæðisflokknum.  Það sé nú líklega "afar varasamt fyrir hina flokkana að fara í ríkisstjórn með svo brothættum flokki."  Eins og þeir geti valið milli eftir kosningar.  Veruleikafyrring og afneitun á hástigi.  Kíkirinn fyrir blinda auganu.  Ekki nema von að Jón Baldvin gefi þessari samkomu falleinkunnn eftir að hafa litið inn á fundinn.

Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 08:58

6 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Einhverjir íhaldsmenn neita en að viðurkenna þessa óeiningu sem er öllum sem vilja sjá, sýnileg. Nú segir Kári Stefánsson það með orðum sem besti vinur hans Davíð Oddsson sagði með með fjarveru sinni.

"Með vini eins og þessa ríkisstjórn þarf maður ekki á neinum óvinum að halda," segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali við Ólaf Teit Guðnason, blaðamann Viðskiptablaðsins

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 12:06

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Þú ert að tala um sama Kára og ríkisstjórnin var ítrekað sökuð um, bæði af fyrrverandi og núverandi formönnum flokksins þíns, að vera í klíku með og greiða götu hans óeðlilega mikið, er það ekki? Miðað við þessi orð Kára er hann annaðhvort vanþakklátt gerpi eða þá að forystusauðir flokksins hafa ekki vitað um hvað þau voru að tala um.

Annars er mjög eðlilegt að færri kjósi en eru stödd á fundi. Mjög óeðlilegt er þegar fleiri atkvæði berast en fundarmenn, en það hefur gerst hérlendis.

Vil svo benda á að það var allavega kosið hjá Sjöllum, ekki treysti Samfó sér í það...

Ingvar Valgeirsson, 16.4.2007 kl. 13:58

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Afsakið, ætlaði ekki að segja "um hvað þau voru að tala um", góðfúslega fellið út eitt "um" að eigin vali.

Ingvar Valgeirsson, 16.4.2007 kl. 13:59

9 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Er hann gerpi ? ég held reyndar að hann sé einhverskonar snilli. Stjórnarandstöðunni fannst ekki rétt að veita honum ríkisábyrgð, held það hafi verið rétt metið. Held það sé ekki sterkt útá við að vera með ríkisábyrgð. Það getur ekki talist eðlilegt að helmingur fundarmanna hafi farið út að reykja.

Þú veist hvernig þetta Samfylkingar fólk er. Ef það hefði verið kosið og sveiflan verið rétt, hefði ég kannski verið kosinn formaður.

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 17:04

10 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Nei, ég er ekki á því að hann sé gerpi. Ég er meira á því að ásakanir sumra í garð stjórnarinnar hafi verið út í hött.

Þú varst greinilega ekki að skilja sneiðina með atkvæðin. Voru ekki eitthvað fleiri atkvæði en fundarmenn á landsþingi Samfó í fyrra? Er það ekki óeðlilegra?

Ingvar Valgeirsson, 16.4.2007 kl. 17:39

11 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Já ok skil.  En á landsfundinum fyrir tveimur árum fengu þeir að kjósa sem á landsfund mættu. Að sjálfsögðu var þetta ekki svindl. 

Tómas Þóroddsson, 16.4.2007 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband