Hörð keppni

Já nú er spennandi að sjá hvað Þórey Edda gerir.
mbl.is Keppinautur Þóreyjar Eddu skiptir um kyn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

um-hjá-trú

 

Það boðar ekki ógæfu ef svartur maður hleypur í veg fyrir þig.


Airwaves

Kíkti í bæinn um helgina og fór að sjá Airwaves.  Eftir mikið lof frá kollegum mínum meðal annara gagnrýnanda, lét ég tilneyðast og dustaði rykið af blaðamannapassanum og fór á tónleika.  Ekki var ég nú svikinn í þetta sinn.  Þetta er eitt magnaðasta band sem ég hef heyrt í og á virkilega skilið þá athyggli sem það fær.  Samvinna og vitund fyrir hvor öðrum var eins og best verður á kosið hjá bassaleikara og trommara.  Fingrasettning gítarleikarans var til fyrirmyndar og söngvarinn með óheflaðri framkomu sinni, minti um margt á söngvara Rolling Stones.  Hljóðblöndun og ljósashow var uppá tíu.   Mér skildist á öðrum tónleikagestum að Airwaves hafi komið hér nokkrum sinnum áður og ætluðu að koma að ári, vill ég því hvetja aðra fagurgala landsins til að fjölmenna og sjá hljómsveitina Airwaves að ári.  Látum ekki kreddur um lélegan tónlistarsmekk unga fólksins eyðileggja fyrir okkur í ´68 kynnslóðinni að fá að njóta þess nýjasta og ferskasta sem tónlistarheimurinn býður uppá.  Komum öll að ári og sýnum unga fólkinu hvað er að vera hipp og cool.


Afhverju........?

Já en........................ Jesús var nú aldeilis með nafnið í þetta.

af orkumálum

Að gefnu tilefni vill ég taka það fram að Guðmundur Þóroddsson forstjóri Reykjavík Energy Invest er ekki bróðir minn.

Beikon drepur

 Nú er nýbúið að setja ströng lög um reykingar á opinberum stöðum t.d. veitinga- og matsölustöðum.  Ekki er enn komin næg reynsla á þetta bann svo hægt sé að dæma hvort það sé til góða eða ekki, en ég er nokkuð viss um að þetta bann á eftir að búa til fleirri vandamál en menn gerðu sér grein fyrir.   Ég reyki ekki og finn því mun á betra lofti eftir bannið, þó ég hefði frekar kosið að veitingastaðir hefðu tekið það upp, að eigin frumkvæði að takmarka reykingar, eða banna þær hjá þeim vertum sem það hefðu valið.

En nú er þetta fólk sem allt vill banna, "þetta-er-ósiður-og-sóðaskapur" fólkið komið aftur á stjá og heimtar að fólk reyki ekki í bílnum sínum!!  Visir.is er t.d. með könnun þess efnis hvort banna eigi reykingar í einkabílum.  Gaman verður að sjá hvernig sú könnun fer. 

En hvað er það sem stjórnar þessum kenndum hjá fólki að vilja ráða hvað aðrir gera við sitt líf. Auðvitað kemur þetta fólk ekki hreint fram og segir að það vilji ráða yfir einhverjum, heldur kemur með skoðun sína innpakkaða og í þetta sinn undir formerkju "ábyrgur akstur"............ það hefur sem sagt truflandi áhrif á ökumann að reykja undir stýri.  Ég er nokkuð viss um að það er meira truflandi að vera með farþega í bílnum sínum, en að reykja þar.  Sá sem ekki getur reykt og keyrt á ekki að vera með bílpróf  þ.e.a.s ef þú mátt ekki við röskun í neinni mynd, þá ertu varla hæfur til að keyra.

Á meðan reykingar eru löglegar á Íslandi, þá verðum við að leyfa þeim sem velja að reykja, að njóta tóbaksins.  Ekki fordæma.

Ef við ekki spyrnum á móti þessum boðum og bönnum verður ekki langt að bíða þess að þer verður neitað um súkkulaði köku á veitingastað, því greinilegt er að næringarfræðingar voru ekki með þig í huga þegar stöðluð kjörþyngd var ákveðin.  Mundu áður en þú hneykslast á reykingarmönnum.......... að það er beikon sem drepur.


Stærðfræði fyrir alla

 

Dagskráin er vikufréttablað sem gefið er út á Selfossi og hefur verið minnst á það blað hér áður.  Fyrir utan að vera með skemmtilega sýn á fréttamatið, er blaðið með myndagátu, gátu vikunar og fleirri hugaleikfimiæfingar í þar til gerðum léttmetisdálkum.  Enn bætist í efnið og hafa þau Helgi og Sigga nú byrjað með vikulega stærðfræðiþrautir, fyrstu vikunar verða meira "satt eða ósatt” spurningar, en er nær dregur að jólum og tími landsmanna verður meiri munu spurningannar þyngjast.  Þeir sem telja sig hafa rétt svar við spurningu vikunar sendið svar (annað hvort s eða ó) á dagskra@dagskra.is.  Munið að láta fullt nafn og heimilisfang fylgja.   Gátuna er hægt að sjá hér, neðst á bls 15.

 


Vitinn

Já Vitinn er kominn á netið....ég var reyndar seinn að átta mig eins og venjulega, en þetta blað ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem hafa sagt "innvíðar" í þessum mánuði. 

Ég vill sérstaklega benda á hreinskilinn eiganda bíls, hann vill selja bílinn og auglýsir því "frekar ódýr" því hann ætlar ekki að tapa á þessum viðskiptum (bls 1).  Svo eru góðar vísur á bls 2, og á síðu 3 er gamansaga þar sem point-line-ið er gott.  Hér er Vitinn í öllu sínu.


Ef.....

 

........Margret Lára væri lið, þá væri hún þriðja markahæsta liðið. Þ.e.a.s hún hefur skorað meira en lið Breiðabliks, sem er í þriðja sæti og að sjálfsögð öll liðin fyrir neðan þriðja sætið.


mbl.is Valur Íslandsmeistari kvenna 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

margt að koma

 

Ætli Adolf Inga ( sem lýsti leiknum á rúv ) finnist Eiður Smári lang besti knattspyrnumaður sögunnar?  Hann er besti knattspyrnumaður sem ísland hefur alið, en svona ummæli gera í besta falli Eið tortryggilegann

"núna hlýtur landsliðsþjálfari norður-Íra að vera hugsa, hvað ef þeir setja Eið inná....minnugur þess hvernig hann fór með þá á Írlandi?" 

"nú er þjálfari norður-Íra að spá í hvernig hann getur brugðist við inná skiptingu Eiðs "

Adolf.....þeir hafa allir mætt betri leikmönnum en Eið, þó svo að Eiður sé okkar besti maður.

 

Ég er nokkuð viss um að sjónvarps-upptökumenninir hafi laumað sér inn í vip-herbergið hjá KSI og fengið sér smá freyðivín og jafnvel fengið að horfa á Henry Birgir borða rækjusamlokur.  Þetta var allavega ekki besti dagur þeirra.

Ég er líka nokkuð viss um að Grétar Rafn fær að hlaupa heim, hann virðist hafa ofsalega gaman af því, bara ef allir leikmenn okkar væru svona duglegir. 

Annars góður sigur hjá okkur og allir að standa sig vel. 

 

 


mbl.is Ísland sigraði Norður-Írland 2:1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband